Monday, January 4, 2010

Kort af Create




,,Borgin Create er jafn stórt og heilt land og því oft nefnt borgarlandið þar sem gulu hliðin átta, marka fjögur eyðimerkur og fjallasvæði. Þeir sem búa á þeim sem eru kallaðir grænu reitirnir alveg við hliðin, hafa þau sérréttindi að geta horft út á forboðnu svæðin og upplifað þá tálsýn að þeir séu í raun frjálsir. Hinir sérvöldu eru þeir einu sem fá að búa á þessum grænum svæðum og þar er Lína á meðal.

Svæði 20,19,11 og 12 eru fyrir þá ríku og sérstaklega er svæði 19 og 12, fyrir þá allra ríkustu.

Þó býr ríkasti maður Create, Cre-Tes Rís Fíl Creator, virðulegasti vinur og hæstvirtasti embættismaður æðstu skaparanna, á svæði 20 en það má rekja til þess að hann vill geta skroppið til Credes, sem eru þjálfunarbúðirnar fyrir tortímendur sem eru í hans eigu. Hann er einnig eigandi fangelsisins Dauðans, sem er einungis hægt að komast til í gegnum hlið 7 og 15.

Borgarlandinu Create er skipt í fjögur stór borgarsvæði, með átta smærri hverfasvæði inn á milli.

Appelsínu gulu svæðin eru fyrir manneskjur án krafta en vegna þess hve nálægt svæði skaparanna þau eru, vill það oft koma fyrir að þeir villist saklausir inn á þeirra svæði.

Eins og gerðist fyrir töframanninn sem bjó á svæði 9. Ljósbláu svæðin eru fyrir aðra skapara en þá sem hafa verið útvaldir til að búa á grænu svæðunum eða hafa hreinlega ekki viljað það af sérstökum ástæðum.

Einnig eru þar lokuðu svæðin fyrir tortímendurna í velvöldum störfum, sem neyðast þó til þess að fara í tortímendahverfin, svæði 37, 38, 39 eftir að vinnudegi er lokið eða til húsbænda sinna á grænu svæðunum.

Litlu svörtu línurnar tákna vegi sem hanga í lausu lofti hjá endunum á öllum svæðum en vegirnir liggja til allra átta. Þetta er götukerfi Create.

Breiða svarta línan táknar aðalvegina sem ganga beint til höfuðstöðva æðstu skaparanna á svæði 16. Umhverfis svæði 40 er einn allsherjarfrumskógur sem Tea skapaði og umkringir aðrar mikilvægar embættisbyggingar, þar á meðal mikilvæga sköpunarsvæðið og afþreyingarbyggingarnar.

Svæðið skiptist í miðjunni í tvennt og er á neðri hlutanum, sköpunarsvæðið. Efri hlutinn er nær hliðinu og liggur til Credes þar sem tortímendum er skilað strax eftir sköpun. Þar er skrifstofan staðsett sem skráir alla tortímendur og prófasvæði.

Að lokum eru það sjávarbláir borgarmúrarnir umhverfis borgina og rauðu kassarnir tákna alla varðturnana sem passa upp á hliðin. En jafnvel þótt að fólki tækist með einhverjum ráðum að sleppa út úr Create, þá tekur ekkert við nema eyðimörk og háir fjallgarðar sem umkringja allt landsvæðið. Fyrir utan Credes, Dauðann, búðir andspyrnuhreyfingarinnar og heimili Sunrise Hope II.

En fólkið yrði þá aðeins fangar innan þeirra svæða sem það hefur tekið sér bólfestu í. En fyrir utan háu fjallgarðana eru sagðar vera eyjur sem hver einasta er sögð vera sannkölluð himnaríki á jörð. Hitabeltiseyjur, sem engin veit hvort að eru í raun og veru til, enginn hefur séð til sjávar og ekki einu sinni æðstu skaparnir eru vissir um tilvist þeirra. Guðinn Sunrise vill ekkert tjá sig um þetta." 
(Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda, bls 364-366)


No comments:

Post a Comment