Hefði gæti hafa gerst á milli þriðju og fjórðu bókar.
Þetta er ekki ferðamannastaður! Fyrsti hluti.
„Heil og sæl og velkomin til Creation! Við erum hér stödd fyrir framan heimili hæstvirtasta embættismanns Create, Cre-Tesar Títósar Rís Fíl Creator.“ Lágvaxinn maður með mosagrænt hár stendur með hljóðnema fyrir framan sjö hæða háan herragarð og talar fyrir framan myndavél. Fyrir aftan herragarðinn sést sjávarblár múr sem umkringir alla borgina.
„Venjulega hefði maður þurft að tilkynna komu sína í þennan hátalara hér.“ Tea ýtir við hvítum stólpa sem liggur á jörðinni, þannig að í ljós koma brot úr tæki og við hliðina á því, snarkar og gneistar af föllnu stálgirðingunni:„Það var ekki leikið að því að fá leyfi til þess að koma hingað inn en..."
Það kemur prakkaralegur svipur á Tea, þegar hann snýr sér að myndavélinni:„ En sem betur fer er girðingin i molum, þannig að hver sem er getur bara labbað inn! Humm, nú þarf ég bara að fá einhvern til að opna hliðið fyrir okkur.“ Þar sem hann stendur fyrir framan sólargult hliðið, koma blaðgrænu augu hans auga á mann í kaffibrúnu vesti:„ Aha, herra Cre-Tes en sú heppni!“
Tea veifar glaðlega en herra Cre-Tes fölnar upp eins og hann hafi séð draug:„Pab..Tea! Hvað ert þú að gera hér!?“ Cre-Tes bakkar hratt frá honum, hrasar á vínrauðu skikkjunni sinni og fellur aftur fyrir sig.
„Gætirðu vinsamlegast...?“ Spyr Tea blíðlegum rómi og tekur ekkert eftir óðagotinu hjá Cre-Tesi. Þó hann skilji lítið í því af hverju hann sjálfur er skyndilega reikull á fótum og allt umhverfið snúist fyrir augum hans, eins og hann væri staddur í þvottavél.
Cre-Tes stöðvar hann með hönd á lofti:„Já, já, bíddu augnablik!“ Hann skimar um allt og andar ekki léttar fyrr en hempuklæddur tortímandi birtist við hlið hans. Tea blikkar augunum ótt og títt, þegar allt hættir að hringsnúast.
„Já, hvað viltu?“ Herra Cre-Tes stendur á fætur, dustar rykið af súkkulaðibrúnum buxum sínum og snýr upp á nefháraskeggið sitt.
„Gætirðu opnað hliðið fyrir okkur?“ Tea bendir á sig og myndatökumanninn.
„Opnað hliðið? Er það allt og sumt! Er það eina ástæðan fyrir því þú kallaðir á mig!? Þú veist að sem æðsti skapari geturðu bara flogið beint yfir múrinn. Hvaða óþarfa vesen er þetta!?“ Cre-Tes kreppir hnefann og það sama gerir tortímandi hans:„Grr.....fað..skapari...leyfðu mér að eyða honum....“
„Ekki núna Destroy-Ta.“
„Þegiðu Destroy-Ta.“
Tea tekur ekki eftir hvað þeir stara hatursfullt á hann og hann segir barnalegum rómi:„Já en það er ekki sama dramatíkin. Ég ætla að búa til þátt fyrir sjónskjáinn. Ferðamannaþátt.“ Hann sveiflar höndunum upp í loft.
Destroy-ta og Cre-Tes stara á hann. „Ferðamanna...?“ Cre-Tes andvarpar, gefur vörðunum í varðturninum bendingu og segir:„Gjörðu svo vel.“
Sólargult hliðið opnast með miklum látum fyrir aftan þá og inn kemur gríðarmikill vindugustur sem feykir hettunni af tortímandanum, þannig að náhvítu augu hans sjást ásamt svörtu hárbroddunum. Axlarsítt hár Cre-Tesar flaskar að baki hans .
Tea nuddar sandinn burt úr augunum, veifar til þeirra og brosir á leið sinni út um hliðið:„Takk, telaufin mín!“
„Og komdu aldrei aftur...“
„Ha?“ Tea snýr sér hratt við en í sömu mund skellist hliðið að baki hans og myndatökumannsins.
Tea nuddar saman lófunum:„ Jæja, þá leggjum við í hann.“ Hann brosir við spurningu myndatökumannsins:„Ha, nei, nei. Ég ætla ekki að ganga í gegnum alla eyðumörkina, Bobbý. Heldur fara bara rétt út fyrir hliðið og svo nota beina staðsetningu til að komast til þjálfunarbúðanna.“
Eftir að hafa verið hraktir burt frá þjálfunarbúðunum og fangelsinu, með þeim orðum að þetta væru engir ferðamannastaðir og þurft að forða lífi sínu undan hárbeittum pinnum, snýr Tea ásamt Bobbý til baka með sárt ennið.
„Ojæja, það mátti svo sem reyna. En við gátum allavega farið í gegnum þorp heimskulegra drauma, dal heimskulegs ótta og yfir hengibrú heimsku ungdómsins. Náðirðu ekki mynda allt, Bobbý?“
Tea brosir dauflega:„Mjög gott. Synd að Sunrise hafi ekki viljað sýna okkur neitt af húsi sínu. Allt vegna þess að eplaísinn bráðnaði fyrir framan nefið á honum! Hvernig átti ég að vita að Descre bölvunin væri líka á ís? Notaðir þú ekki örugglega A.T á myndefnið úr göngunum? Gott, ég vil ekki að einhver finni bækistöðvar andspyrnuhreyfingarinnar. Lína var alveg nógu reið að sjá mig.“
„Hvað eigum við eftir?“ Tea skapar kort og skoðar það vandlega:„ Ah, svæði 40, sundlaugina, kvikmyndahúsið, verslanirnar, frumskóginn,...humm, þetta höfðar örugglega ekki til ferðamanna. Huh?“ Tea horfir á Bobbý og kortið til skiptis:„Ó, höfðar þetta til þeirra? Ég hélt að þeir vildu frekar prófa eitthvað nýtt.“ Hann rúllar upp kortinu og stingur því inn á sig:„Ég ætla allavega að sýna þeim sköpunarsvæðið og höfuðstöðvarnar.“
No comments:
Post a Comment