Eins og lífið hafi ekki verið nógu erfitt
fyrir Línu Descret, eina skaparatortímandann í gervöllum heiminum, þá fer lífið
hennar skyndilega að líkjast söguþræði í vinsælustu myndasögu Createborgar. En
hver er að herma eftir hverjum? Fyrr en varir standa hún og systir hennar
frammi fyrir mikilli hættu sem virðist sprottin úr martröð frekar en
raunveruleikanum.
Hvernig tengist þetta annarri hæðinni á
heimili þeirra og mun eitthvað af þessu hjálpa Línu í byltingu tortímendanna?
#Texti sem er ekki aftan á kápu en verður í bókatíðindunum.# Bókin er myndskreytt af höfundi og er undir japönskum og vestrænum áhrifum. Bókin er sú fyrsta í fantasíuflokknum um Línu Descret.
No comments:
Post a Comment