Sunday, October 9, 2011

Afternoon Tea

Upprunalegt nafn: Billý Desire Creator.


Þriðji æðsti af æðstu sköpurunum og langafi Línu.  Á sextán börn með mismunandi konum en veit bara um afkomu yngsta sonar síns, Descrets, þar sem móðir hans yfirgaf hann og Tea þurfti að ala hann upp.

Sonur hans, Descret, er talinn mesti svikari í sögu skaparanna, þar sem hann skapaði öflugasta tortímandann, pabba Línu, Destroy Destroyer (kallaður Des) og ætlaði að nota hann sem vopn til að steypa æðstu sköpurunum af stóli.

Hann var tekinn af lífi fyrir 25 árum síðan og tortímandinn tekinn frá honum.

Ásamt því að vera æðsti skapari er hann líka skaparasögukennari.


Tegund: Heill skapari
Aldur: 501
Máttur: Jörð, getur m.a annars látið trjárætur spretta upp úr jörðinni og vefjast utan um andstæðinga sína, látið jörðina hristast en einnig bara skapað falleg blóm.  Eins og allir skaparar getur hann líka læknað.
Foreldrar: Ósköp venjulegir teræktendur og enginn skilur hvernig Tea gat orðið æðsti skapari án þess að vera af æðsta skaparaætt.
Maki:  Crea-Níta S. Creator (upprunalegt nafn Aníta), móðir Descrets.  Var tekin af lífi fyrir að mótmæla og berjast fyrir réttindum tortímenda.
Börn: Á sextán börn en þekkir bara eitt þeirra, Descret sem var tekinn af lífi fyrir 25 árum síðan, sextugur að aldri. 
Systkini:  Enginn sem vitað er um.
Elskar/þolir: Te, fjölskylduna sína, að kenna, drekka te, tala um te, hugsa um te.
Hatar/þolir ekki: Kaffi, hvað hann er vanmáttugur og að Nightmare þurfi að vera svona vondur við alla.

Vildi óska þess að hann gæti verið sterkari og lifað í friði.





No comments:

Post a Comment