Bæklingur um bókaflokkinn gerður í tilefni af bókamessunni.
http://issuu.com/rosanovella/docs/b_kamessa?mode=window&backgroundColor=%23222222
Almennar upplýsingar um bókina og bókaflokkinn.
Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda, er fyrsta bókin af fimm í fantasíubókaflokknum um Línu Descret en höfundurinn hefur skrifað hinar fjórar.
Bækurnar eru myndskreyttar af höfundi og innblásturinn bæði að myndum og texta, er aðallega fengin frá anime og manga.
Í megindráttum fjallar bókaflokkurinn um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum. Aðalpersónan er einstök að því leyti að hún er hálfur skapari og tortímandi, en það á ekki að vera hægt þar sem tortímendur eiga bara að geta eytt en ekki búið neitt til.
Getur Lína Descret, eini skaparatortímandi komið á friði á milli þessara tveggja tegunda?
Inn í þetta blandast svo stjórnmál, einelti, fordómar, forboðin ást, refsingar/pyntingar, heilaþvottur, að ógleymdu rugli til að brjóta upp alvarleikann sem hefði annars skapast.
Bækurnar hafa sumstaðar verið flokkaðar 12-16 ára, þó að fólk á öllum aldri lesi þetta (elsti lesandinn er 65 ára). Sá yngsti sem ég veit um í augnablikinu er 14 ára.
No comments:
Post a Comment