Friday, October 19, 2012

1 árs útgáfuafmæli Línu!

Í dag er 1 ár liðið frá útgáfu fyrstu Línu Descret bókarinnar!


Í tilefni útgáfuafmælinu gerði ég þessa mynd.  Prófaði mismunandi tækni og ætla að útbúa mismunandi útgáfur af þessari mynd.  Þetta er airbrush tækni.

Einnig má lesa hér afmælissögu, sem er aukasaga og fylgir með 4.bókinni.  Það er hægt að lesa hana sjálfstætt þar sem þetta er aukasaga.

http://linadescret.blogspot.com/p/afmlissaga.html

Einnig er hér afmælisleikur.  http://linadescret.blogspot.com/p/afmlisleikur.html

Endilega prófið hann og njótið dagsins. :)



Margt hefur gerst á einu ári.

Lína er komin með 121 facebook vin.

Hefur fengið umfjöllun eða verið minnst á í: Laugardalsblaðinu, bókmenntaþættinum Skorningar, tímaritinu Land og Saga, heimasíðunni nörd norðursins, heimasíðu Rúnatýrs og nú krossa ég fingur að einhver umfjöllun verði í nýjasta tölublaði Spássíunnar sem kom út á dögunum.  Veit ekki hvort að það hefur eitthvað verið fjallað um hana í Vikunni, á eftir að gá.

Lína verður aftur með auglýsingu í Bókatíðindum.  Að þessu sinni sem rafbók sem er til á emma.is.

Lína er enn fáanleg í Nexus, Bóksölu Stúdenta, Eymundsson og hugsanlega í bókabúðinni Eskju (voða erfitt að fá svör frá þeim).

Viðburðir sem voru tengdir Línu á árinu (semsagt fékk að fljóta með):  Bókamessan í Ráðhúsinu
 Gerðuberg (Dimmalim myndskreytingarverðlaunin og Kellingabækur), Myndasögukeppni Borgarbókasafnsins og á útskriftinni minni úr Fornáminu (myndlista og hönnunarsviði) í Læknaminjasafninu.

Tveir upplestrar voru (en stefnt að verður að fleirum).  Tjarnarskóli og í Eymundsson Austurstræti.

Tvö útgáfuhóf voru haldin, míniversion heima hjá mér og örlítið stærri í Eymundsson Austurstræti.

Svo ýmislegt hefur gerst á árinu en þetta er bara byrjuninni.  Í desember er stefnt að því að halda ráðstefnu um Furðusögur í Norræna húsinu og vonandi að komi Línu eitthvað að þar.  En í brennidepli verða reyndar nýútkomnar eða bækur sem eru að koma út.  Lína 2 ætti þó að koma út seint í sumar.
         
Það sem er framundan hjá Línu, er að stefnt að 2 bókin kom seint í sumar. Hún hefur nýlokið betalestri hjá vinkonu minni og rithöfundi, Hildi Enólu og er í betalestri hjá vinkonu minni og enn sem komið er skúffuhöfundi Árnýju Stellu Gunnarsdóttur.

2.bókin verður aðallega selt sem rafbók en spurning er hvort að notast verði við möguleikann prentað eftir pöntun.  Hún verður semsagt ekki til á lager eins og 1.bókin.

Þar sem 2.bókin verður rafbók, ætla ég að hafa litamyndir sem ekki var hægt að hafa í fyrri bókinni vegna kostnaðar.

Að lokum vil ég þakka kærlega fyrir allan stuðninginn!  Án ykkar væri ég hætt þessu.  Þið vitið hverjir þið eruð. ;)