Thursday, December 20, 2012

Jólamynd!


Crossover mynd.  Persónur úr Konfektrúsínugreyinu (KRG) eftir vinkonu mína Árnýju Stellu Gunnardóttur og úr Línu Descret (LD).

Neðsta mynd, vinstri til hægri: Anna (LD), Mylo (KRG).
Efri mynd, vinstri hægri: Dom, Garty (KRG), Lína og Phílí (LD).

Gleðileg jól og farsælt komandi ár! :)

Friday, October 19, 2012

1 árs útgáfuafmæli Línu!

Í dag er 1 ár liðið frá útgáfu fyrstu Línu Descret bókarinnar!


Í tilefni útgáfuafmælinu gerði ég þessa mynd.  Prófaði mismunandi tækni og ætla að útbúa mismunandi útgáfur af þessari mynd.  Þetta er airbrush tækni.

Einnig má lesa hér afmælissögu, sem er aukasaga og fylgir með 4.bókinni.  Það er hægt að lesa hana sjálfstætt þar sem þetta er aukasaga.

http://linadescret.blogspot.com/p/afmlissaga.html

Einnig er hér afmælisleikur.  http://linadescret.blogspot.com/p/afmlisleikur.html

Endilega prófið hann og njótið dagsins. :)



Margt hefur gerst á einu ári.

Lína er komin með 121 facebook vin.

Hefur fengið umfjöllun eða verið minnst á í: Laugardalsblaðinu, bókmenntaþættinum Skorningar, tímaritinu Land og Saga, heimasíðunni nörd norðursins, heimasíðu Rúnatýrs og nú krossa ég fingur að einhver umfjöllun verði í nýjasta tölublaði Spássíunnar sem kom út á dögunum.  Veit ekki hvort að það hefur eitthvað verið fjallað um hana í Vikunni, á eftir að gá.

Lína verður aftur með auglýsingu í Bókatíðindum.  Að þessu sinni sem rafbók sem er til á emma.is.

Lína er enn fáanleg í Nexus, Bóksölu Stúdenta, Eymundsson og hugsanlega í bókabúðinni Eskju (voða erfitt að fá svör frá þeim).

Viðburðir sem voru tengdir Línu á árinu (semsagt fékk að fljóta með):  Bókamessan í Ráðhúsinu
 Gerðuberg (Dimmalim myndskreytingarverðlaunin og Kellingabækur), Myndasögukeppni Borgarbókasafnsins og á útskriftinni minni úr Fornáminu (myndlista og hönnunarsviði) í Læknaminjasafninu.

Tveir upplestrar voru (en stefnt að verður að fleirum).  Tjarnarskóli og í Eymundsson Austurstræti.

Tvö útgáfuhóf voru haldin, míniversion heima hjá mér og örlítið stærri í Eymundsson Austurstræti.

Svo ýmislegt hefur gerst á árinu en þetta er bara byrjuninni.  Í desember er stefnt að því að halda ráðstefnu um Furðusögur í Norræna húsinu og vonandi að komi Línu eitthvað að þar.  En í brennidepli verða reyndar nýútkomnar eða bækur sem eru að koma út.  Lína 2 ætti þó að koma út seint í sumar.
         
Það sem er framundan hjá Línu, er að stefnt að 2 bókin kom seint í sumar. Hún hefur nýlokið betalestri hjá vinkonu minni og rithöfundi, Hildi Enólu og er í betalestri hjá vinkonu minni og enn sem komið er skúffuhöfundi Árnýju Stellu Gunnarsdóttur.

2.bókin verður aðallega selt sem rafbók en spurning er hvort að notast verði við möguleikann prentað eftir pöntun.  Hún verður semsagt ekki til á lager eins og 1.bókin.

Þar sem 2.bókin verður rafbók, ætla ég að hafa litamyndir sem ekki var hægt að hafa í fyrri bókinni vegna kostnaðar.

Að lokum vil ég þakka kærlega fyrir allan stuðninginn!  Án ykkar væri ég hætt þessu.  Þið vitið hverjir þið eruð. ;)

Friday, August 31, 2012

Um bókaflokkinn








- Bókaflokkur um sköpun og tortímingu


Lína Descret er íslensk myndskreytt fantasía sem sækir aðallega innblástur frá japönskum teiknimyndum (anime) og japönskum myndasögum (manga).  Bókin er sú fyrsta í fimm binda bókaflokki sem  fjallar um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum.  
 
Skaparar skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessum heimi og lokaðir inni þar sem óttinn við mátt þeirra er afar mikill. Þann ótta má rekja til stríðs sem háð var á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna. En eingöngu eftir að hafa gengist undir stranga þjálfun í búðum fyrir tortímendur.

Ein af aðalpersónunum, Anna Fíl er þó undantekning þar sem hún er talin vera friðsamur tortímandi og fær því að ganga laus. Tortímendur mega alls ekki skapa og skaparar mega ekki undir neinum kringumstæðum tortíma.

Aðalpersónan er einstök í þessum heimi þar sem hún er hálfur skapari og hálfur tortímandi. Vegna lögmála þessa heims vekur þessi mótsagnakennda tilvist hennar upp andúð.

Með heiminn á móti sér, getur Lína Descret, eini skaparatortímandinn komið á friði á milli þessara tveggja tegunda og stöðvað þeirra eilifa stríð?

Bókin fæst í verslunum Eymundsson, Nexus, bóksölu stúdenta, Forlagsbúðinni á Fiskislóð  eða hjá höfundinum sjálfum.  Bókin er einnig til sem rafbók á www.emma.is.

Facebooksíðan
Sýnishorn úr bókinni.






Tuesday, August 7, 2012

Myndskreytingar

Hér má sjá myndir úr bókinni ásamt myndum sem eru í vinnslu og fleira.

http://rosanovella.deviantart.com/gallery/36105306

Myndin hér að neðan er í vinnslu og hugsuð sem grín og áskorun.


Thursday, July 26, 2012

Anna Rís Fíl Creator



Var myrt fyrir tveimur árum síðan, erfir Línu að dularfullum pakka sem sendir hana af stað í lífshættulega leit.

Tegund: Hálfur skapari með tortímandamátt
Máttur: Jörð, gat m.a. látið ræturnar vaxa upp úr jörðinni og vefjast utan um andstæðingana rétt eins og æðsti skapararinn Afternoon Tea getur gert.
Aldur: 18 (látin)
Foreldrar: Cre-Tar (upprunalegt nafn: Phílípus) Concequences Creator og Crea-Títa (upprunalegt nafn: Evíta) Rís Fíl Creator, sem var eytt fyrir tíu árum síðan af föður Línu, honum Des.
Systkini: Phílíus Rís Fíl
Heitbundin Bobbý Concequences

Wednesday, July 25, 2012

Nýja opnumyndin á facebook-á meðan ég er að útbúa hina. ;)


Sölustaðir

Bókin er til á eftirfarandi stöðum.

Eymundsson: Hafnarfirði, Kringlunni og Smáralind.

Forlagsbúðinni á Fiskislóð.

Nexus

Bóksölu Stúdenta

Bókabúðin Eskja

Panama.is

emma.is-sem rafbók

Og kemur vonandi bráðlega á skinna.is.


Tuesday, May 29, 2012

Minnst á bókina í Skorningum! :)

Loksins, loksins var minnst á bókina í fjölmiðlum! 

„Lína Descret eftir Rósu Grímsdóttur er fyrsta bókin í fantasíubókaflokki sem er ritaður undir áhrifum japanskra teiknimynda." 

Að vísu í algeru framhjáhlaupi en engu að síður var maður ekki gleymdur í þetta skiptið. 

www.ruv.is/frett/ras-1/islenskar-furdusogur-og-runatyr

Hann Tmar af rithringnum var líka í viðtali í þættinum að fjalla um útgáfuna Rúnatýr og nýjustu bók sína, Þoku.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hérna.

www.ruv.is/sarpurinn/skorningar/28052012

Friday, April 20, 2012

Wednesday, April 18, 2012

Wednesday, March 28, 2012

Tuesday, March 27, 2012

Animation





















Er að vinna að lítilli teiknimynd fyrir skólann. Komnar 19 sek af hreyfingu en restin er storyboard. Með hljóði og tónlist.  Hér fyrir ofan má sjá hluta úr því (myndirnar eru ekki alveg í réttri röð) og það sem er komið á youtube.

http://www.youtube.com/watch?v=iCbMex87kWQ&feature=g-upl&context=G2e8a87cAUAAAAAAAAAA

Saturday, February 11, 2012

Óvinir Decre


Tilraun sem við gerðum í skólanum en þar áttum við að teikna í persónu.  Ég ákvað að nýta mér tækifærið og teikna sem höfundur Óvina Decre vera stjórnað af Nightmare.  Myndasagan var því hvorki teiknuð eins og höfundurinn vildi né var söguþráðurinn eftir hans höfði.

Þetta er afrakstur þeirrar tilraunar.

Myndir í vinnslu og sýning í Gerðubergi



Tvö veggspjöld sem ég er að vinna að.  Þau verða bæði í lit, eftir að ég hef lagað þau og klárað.  Sett þau hér inn fyrir áhugasama sem geta fylgst með vinnslunni.

Um þessar mundir er hægt að sjá myndir úr bókinni á samsýningunni í Gerðubergi sem stendur til 1.apríl og fer eftir það um land allt.