Saturday, October 29, 2011

Um bókaflokkinn






Bæklingur um bókaflokkinn gerður í tilefni af bókamessunni.
http://issuu.com/rosanovella/docs/b_kamessa?mode=window&backgroundColor=%23222222

Almennar upplýsingar um bókina og bókaflokkinn.  


Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda, er fyrsta bókin af fimm í fantasíubókaflokknum um Línu Descret en höfundurinn hefur skrifað hinar fjórar.  

Bækurnar eru myndskreyttar af höfundi og innblásturinn bæði að myndum og texta, er aðallega fengin frá anime og manga.

Í megindráttum fjallar bókaflokkurinn um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum.  Aðalpersónan er einstök að því leyti að hún er hálfur skapari og tortímandi, en það á ekki að vera hægt þar sem tortímendur eiga bara að geta eytt en ekki búið neitt til.
Getur Lína Descret, eini skaparatortímandi komið á friði á milli þessara tveggja tegunda?

Inn í þetta blandast svo stjórnmál, einelti, fordómar, forboðin ást, refsingar/pyntingar, heilaþvottur, að ógleymdu rugli til að brjóta upp alvarleikann sem hefði annars skapast.

Bækurnar hafa sumstaðar verið flokkaðar 12-16 ára, þó að fólk á öllum aldri lesi þetta (elsti lesandinn er 65 ára).  Sá yngsti sem ég veit um í augnablikinu er 14 ára.  

Athugið þó að seinni bækurnar verða stöðugt myrkari (persónur deyja í hrönnum, andlegt og líkamlegt ofbeldi, samsæri o.s.frv.) og einnig er mikið um kynferðislega spennu í þeim, sem á kannski ekki upp á pallborðið hjá yngri lesendum. 



Wednesday, October 26, 2011

EINSTAKT TILBOÐ!

Þau eintök sem eru seld í Eymundsson eru á einstöku tilboðsverði.  1699 kr!

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa 546 bls kilju undir 2000 kalli.

Uppfært:  Bókin kostar nú 1999 kr í öllum helstu verslunum.

www.eymundsson.is/nanar?productid=6599f570-1c86-48ad-9983-e0f7c6da5bd4

Saturday, October 22, 2011

Sýnishorn og fréttir

29.jan-Sýning opnar í Gerðubergi.


16.des Auglýsing í Fréttatímanumumfjöllun í Laugardalsblaðinu og rafbók á Emma.is
14.des Útgáfuteiti og upplestur í Eymundsson Austurstræti og vefverslunin panama.is 
13.des Upplestur í Tjarnarskóla.

7.des Bókin komin í netverslun Nexus.
1.des-Opnunarhátíð Emmu
23.nóv-Farið með bækurnar til Eskifjarðar í póst. (er komið þangað núna)
22.nóv-Pöntun frá bókabúðinni Eskju á Eskifirði. :)
19.nóv- Verð á Kellingarbókum í Gerðubergi frá 13-15, að selja og kynna bókina.  Kynningar á bókatitlum eftir kvenmenn og upplestur í þremur sölum.  Í tengslum við Fjöruverðlaunin.  Fullbókað fyrir upplestur, missti af því en verð þá að finna annað tækifæri seinna.

14.nóv-Bækurnar komnar á borgarbókasafnið og staðfesti þáttöku mína á Kellingarbókum í Gerðubergi.
12-13.nóv- Bókamessan í Reykjavíkurborg, haldin í Tjarnarsal Ráðhússins og Iðnó.  Seldi og áritaði 3 bækur.  Bókatíðindi komu út!  Bókin er á bls 64.
11.nóv- 10 stykki sérpöntun fyrir viðskiptavin í Eymundsson.
8. nóv-Bækurnar komar til Akureyrar. :)
1. nóv-  Bækurnar farnar í póst til Akureyrar.  Pöntun frá Kringlunni-5 stykki, plús komið á fleiri bókasöfn, í Ölfusi og Mosfellsbæ. :)
31.okt-Pöntun frá Akureyri-15 stykki.  Stærsta pöntunin til þessa á einn stað.
Bókin komin á þrjú bókasöfn-Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi.
Verðið loksins orðið réttara. 1999 kr í Pennanum og Nexus.

28.okt-Fékk pöntun, 18 stykki alls í Pennann.  Þetta er eitthvað að seljast! :D  Bóksali á Eiðistorgi vill að ég komi og áriti einhvern tímann.  Þarf að útbúa auglýsingaplakat.
29.okt- Fór með fleiri bækur í Pennann.

Eldri fréttir

18-19.október-Bækurnar komu til landsins og komu úr tollinum.
20. október- Fyrsta áritunin
21.október-Örútgáfuteiti og fjórar áritanir til viðbótar.  Fékk samning við Pennann og á eftir að ganga frá þeim. :)
22.október-Nexus ætlar að taka bókina í umboðsölu hjá sér!  Fer vonandi með eintök til þeirra á morgun (24.okt).

Uppfært, 24.okt  hef farið með eintökin í Nexus.  Fer með eintök í Eymundsson á morgun.  Á eftir að útbúa fréttatilkynningar sem verða samhliða dreifingunni.

25.okt Bækurnar eru komnar í Nexus og helstu búðir Eymundsson (austurstræti, skólavörðustíg, kringlunni, smáralind og hafnarfirði).

Loksins komið sýnishorn fyrir bókina! :)

http://issuu.com/rosanovella/docs/l_na_descret-s_nishorn?mode=window&backgroundColor=%23222222







Monday, October 10, 2011

Crea Afternoon Creator



Upprunalegt nafn: Lýra Aftermath

Tegund: Heill skapari
Máttur: Virðist geta brotið niður stein með augnaráðinu einu saman, einnig gler og þrjóska dóttur.
Mamma Línu, fósturmamma Önnu og eiginkona öflugasta tortímandans sem hvarf fyrir tíu árum.
Vinnur sem ritari í alheimshöfuðstöðvunum.
Foreldar: Cre-Atar, byggingarhönnuður og skaparasögukennari á eftirlaunum (afi Línu)
Cre-Atienne, dýralæknir á eftirlaunum, (amma Línu).  Þau búa heima hjá henni.
Systkini: Engin sem hún veit um.
Aldur: 34
Elskar/þolir: Fjölskylduna, besta vinkona hennar er Ríta Question, núverandi Críta Light.
Hatar/þolir ekki: að fjölskyldan hennar sé að stefna sér í hættu, Ó mama, tímarit sem hlutgerir kvenfólk, lygi.

Dreymir um að dætur sínar séu öruggar og eðlilegt líf.


Sunday, October 9, 2011

Samband mitt við listgyðjuna eða goðið



Fann hérna til gamans dagbókarfærslu á rithringnum, frá því ég kláraði fyrstu þrjár bækurnar. Um samband manns við listagyðjuna eða goðið.




Draumakona 10. Oct 2009 kl 23:43


Já, þau geta verið æði stormasöm samböndin við listagyðjuna. Ósjaldan hefur maður grátið í koddann og öskrað á hana, en alltaf nást að lokum sættir sem eru yndislegri en hvað annað... En mér þykir þó mun skemmtilegra sambandið við listagyðjuna (þarf það endilega að vera gyðja má það ekki vera kynþokkafullt goð í tilviki gagnkynhneigðra kvenna?) heldur en við fólk sem virðist ætíð tilbúið til þess að reka rýting í bakið á manni. Það hefur listagoðið aldrei gert, alveg sama hversu mikið maður finnst hann hafa yfirgefið sig. Reyndar hefur það samt frekar verið þannig að manni finnst hann hafa svikið sig heldur en yfirgefið. Látið mann skrifa eitthvað sem maður taldi verið algert listaverk og daginn eftir er það bara rusl, en svo kannski næsta dag aftur orðið að meistarstykki. Svo á endanum verður maður vitfirrtur og kann engin skil á raunveruleikanum né því hvort að draumurinn hafi einu sinni réttur. Það er frekar þannig eins og hann flissi að baki manns, þar sem maður streðar við að koma því á blað sem hann hefur lagt fyrir mann. Hvíslað því blíðlega að manni að þetta sé það rétta. Hann líkist því oft á tíðum mun meira púka heldur en goði, en það er líka það sem er svo heillandi við hann. Hversu duttlungafullur hann er. Síðastliðna viku hefur mér fundist ég vera svíkja hann, þar sem ég tók mér smá hlé frá skrifum til þess að fara í tölvuleik. En höfundur á aldrei frí. Hann er alltaf annað hvort að skrifa eða hugsa um að skrifa eins og einn höfundur orðaði það og þannig hefur það alltaf verið hjá mér. En tómleikinn við að skrifa ekki er að æra mig. Allt sumarið og nú fram í október hef ég stanslaust verið að skrifa. Í raun alveg frá september á síðasta ári. Rekið mig að tölvunni þrátt fyrir að höfuðið á mér væri að springa eða augun að lokast. Rekið mig á fætur fyrir dögun. En þessi harka skilaði sér í því, að ég náði að klára bókina og því var ekki öll þessi vinna til einskis. Eða hvað...?

Hugtakalisti


Hugtök Create í stafrófsröð


Cre-nöfn eru tákn um að viðkomandi hafi útskrifast frá skaparaskólanum og eru notuð til þess aðgreina þá frá þeim sem hafa ekki lokið námi.  Virðingar og stöðutákn.  Það allra formlegasta sem hægt er að kalla skapara fyrir utan nöfn æðstu skaparanna.  Forskeytið Cre er fyrir karlkyns en Crea fyrir kvenkyns skapara.  Sama er með tortímendanöfn, forskeytið Destroy eða Des fyrir karlkyns, Destroya eða Desa fyrir kvenkyns. Upprunalegu nöfnin, eru nöfnin sem skapararnir höfðu áður en þeir fengu cre-nöfn eða æðsta skapara titil/nafn.

Descret, afi Línu er talinn einn mesti svikari í sögu skaparanna fyrir að hafa skipulagt byltingu gegn æðstu sköpurunum.  Hún var bæld í fæðingu, hann handtekinn og tekinn af lífi.      

Gjaldmiðillinn:  Í Creation jafngildir einn gullpeningur 1000 silfur- og 10.000 bronspeningum.
Fyrir suma sköpun þarf að borga og sérstaklega ef það er eitthvað sem hefur að geyma sérstakar upplýsingar sem eru ekki opnar fyrir öllum eða hlutir sem eru undir höfundarrétti.   Þeir sem eru ríkir þurfa þó aldrei að borga og geta sjálfir skapað gull eftir hentugleika.

Hellamanía: Staðurinn þar sem allir fara til í eftirlífinu, heimkynni guðanna.  Eitt versta blótsyrðið.

Hinn mikli Síta, hetjan og fyrirmynd hans Sydney sem er eins og guð í hans augum.  Frægasti og besti vísindamaður sem upp hefur verið en enginn veit um uppruna hans né hvar hann er í dag.

Hreinsar Heimsins (H.H), trúarhópur sem beitir sig fyrir því að losna alfarið við tortímendur sem þeir telja óhreina.  Skapari verður að skapa tortímanda, til þess að losna við tortímandamáttinn sem annars hleðst upp í þeim og verður þeim hættulegur eða þeir neyðast til þess að fara nota.  Hreinsarar kalla tortímendur úrgang heimsins og þeirra helsta takmark er að finna lausn til þess að losna við tortímandamáttinn án þess að þurfa að skapa tortímanda.  Enn hefur það ekki tekist og í staðinn kúga þeir því tortímendur eins mikið og hægt er.

Kveðjusöngur: Nemendur kveðja veturinn

Leyfissköpun: er sköpun sem krefst þess að viðkomandi verði að fá leyfi frá kastaranum (sá sem framkvæmdi upphaflegu sköpunina) eða verða veitt umboð til þess að komast framhjá eða breyta sköpuninni.  Ef ekkert leyfi er fengið hljótast af því misalvarlegar afleiðingar.

Light ættin:  Tvær af þeim sjö sköpurum sem Horror Dawn lét taka af lífi voru makar hans, sem höfðu áður borðið ættarnöfnin Light og Rís Fíl.  Um leið og afkomendur hans komust að þvi að hann hefði átt þátt í dauða mæðra þeirra, köstuðu þeir heiðurstitlinum Dawn og tóku upp Rís Fíl og Light í staðinni.  Sóphía Light Dawn er hluti af síðarnefndu ættinni en hélt báðum ættarnöfnum í stað þess að kasta öðru frá sér eins og vaninn er, af virðingu við formóður sína.  Sydney og Nightmare eru af þeir sömu ætt.  Langamma þeira var Light og en langafi þeirra var Dawn.  Um tíma varð Dawn ættin því Light, þar til að Nightmare hlaut embætti æðsta skapara.

Mánuðurnir eru tólf, hver er með þrjátíu og einum degi: Evening ( eins og feb)- , Sífíría (mars)-, Night (apríl)-, Create (maí)-, Dawn (júní)-, Light (júlí)-, Sunrise (ágúst)-, Rís Fíl (sept)-, Afternoon (okt)-, Destroya-Níta (nóv)-, Morning (des)- og Creation (jan)-mánuður.
Sérstakur hátíðisdagur er fyrir æðstu skaparana, alltaf þann sjöunda í þeim mánuði sem ber þeirra heiti.

Myrkradýflissan: Einangrun; viðkomandi sér ekki til sólar og veit ekkert hvað tímanum líður, á meðan hann er lokaður inni í dýflissunni.  Það heyrist ekkert hljóð og virkar því sem eins konar tómarúm.

Skaparamerkið: Efsti broskallinn er tákn fyrir skapara, miðju broskallinn er tákn fyrir mennina en sá neðst er tákn fyrir tortímendur.

Skólakerfið:  Í sumum bekkjum eru tveir árgangar hafðir saman og er skipt í tvennt til aðgreiningar, dæmi D- 5-1 (13-14),  D-5-2 (14-15).
Ske: Skaparaeiðurinn.
Ask: Almenn sköpun.
Alm: Fr. Almenn fræði.
M.h: Meiri hluti

Steinhringurinn: viðkomandi breytist í myndastyttu.  Þar til að hringurinn er tekinn af er viðkomandi fastur í endalausu tómarúmi.


Veðrið:  Stöku vindhviður má rekja til eyðurmerkurinnar fyrir utan borgina en blásturinn þar, nær inn til borgarinnar í hvert sinn einhvert hliðanna er opnað.  Stundum koma inn leifar af eyðurmerkurstormi og þá heldur fólk sig að mestu innandyra.  
En það stranglega bannað að opna öll átta hliðin í einu.  Þá gæti alvöru eyðurmerkurstormur komist inn og verðir hverra hliða eiga sjá til þess að, einungis eitt hlið sé opnað í einu.  Það má þó opna tvö undir sérstökum kringumstæðum en það er algert hámark.  Rigning er sjaldséður hlutur í Create.  Þar er heitt allan ársins hring og íbúar glíma aldrei við þurrka, þar sem það er ekkert mál fyrir þau að skapa vatn.  Þrátt fyrir nafn Frumskógarnins, eru þar aðrar skógategundir en þar sem að frumskógurinn er hvað mest ríkjandi, hefur þetta nafn fest sig við hann.            

Nightmare Dawn





Upprunalegt nafn Sylvester Light.

Sjötti æðsti skapari og þar með sá lægsti í röðinni en lætur eins og hann ráði öllu.  Er undir gríðarlegri pressu að halda æðsta skapara sætinu í fjölskyldunni, þar sem það hafði í heilar tvær kynslóðir misst af því vegna glæpsins sem að langafi hans, Horror Dawn framdi.

Myndin sem hangir uppi af langafa Nightmare, Horror Dawn í hásætissal æðstu skaparanna.  Nightmare er sagður líkjast honum í útliti og hegðun.


Ásamt því að vera æðsti skapari, er Nightmare líka leyfissköpunarkennari og umsjónarkennari A-bekks,  þeirra sem skara fram úr námi. 


Tegund: Heill skapari
Aldur: 79
Máttur: Ekki vitað en líklegast vatn.
Foreldrar: Strangtrúaðir Hreinsarar, Sóphía Light eldri og Tómas Light eldri. Látin.
Maki: Crea-Ta (upprn. Tamíra Guilt Creator, kölluð Tammý). Tekin af lífi fyrir að vita hættulegan sannleik.
Systkini: Yngri bróðir og uppeldissonur Sydney Dawn, 35 ára.
Börn: Einn sonur, Tómas Light Dawn, 35 ára.
Barnabarn: Sóphía Light og þó hann segi það ekki upphátt, þá lítur hann líka á Phílí sem barnabarn sitt, þar sem afi hans var besti vinur hans.


Elskar/þolir: Hunda, skriffinnsku, að finna upp tæki, fjölskyldu sína þó hann sýni það ekki og þá sem hann telur sem fjölskylduna sína, sem hann sýnir reyndar ekki heldur, heldur mikið upp á afbragðs nemendur og var systir Phílís, Anna Rís Fíl uppáhalds nemandi hans.  Það var honum því mikið áfall þegar að hún fannst látin fyrir tveimur árum síðan.
Hatar/þolir ekki: guðinn Sunrise, tortímendur, Línu (það er þó ekkert persónulegt), reglubrjótara, mótmælendur, þá sem ógna friðinum, createísinn og alla tímaþjófa.  Fólk með engan metnað. Að vera æðsti skapari.  Að Tea skuli vera svona mikil raggeit og ekki passa betur upp á að fjölskyldan sé ekki að ógna friðinum.

Dreymir um eilífan frið.



Afternoon Tea

Upprunalegt nafn: Billý Desire Creator.


Þriðji æðsti af æðstu sköpurunum og langafi Línu.  Á sextán börn með mismunandi konum en veit bara um afkomu yngsta sonar síns, Descrets, þar sem móðir hans yfirgaf hann og Tea þurfti að ala hann upp.

Sonur hans, Descret, er talinn mesti svikari í sögu skaparanna, þar sem hann skapaði öflugasta tortímandann, pabba Línu, Destroy Destroyer (kallaður Des) og ætlaði að nota hann sem vopn til að steypa æðstu sköpurunum af stóli.

Hann var tekinn af lífi fyrir 25 árum síðan og tortímandinn tekinn frá honum.

Ásamt því að vera æðsti skapari er hann líka skaparasögukennari.


Tegund: Heill skapari
Aldur: 501
Máttur: Jörð, getur m.a annars látið trjárætur spretta upp úr jörðinni og vefjast utan um andstæðinga sína, látið jörðina hristast en einnig bara skapað falleg blóm.  Eins og allir skaparar getur hann líka læknað.
Foreldrar: Ósköp venjulegir teræktendur og enginn skilur hvernig Tea gat orðið æðsti skapari án þess að vera af æðsta skaparaætt.
Maki:  Crea-Níta S. Creator (upprunalegt nafn Aníta), móðir Descrets.  Var tekin af lífi fyrir að mótmæla og berjast fyrir réttindum tortímenda.
Börn: Á sextán börn en þekkir bara eitt þeirra, Descret sem var tekinn af lífi fyrir 25 árum síðan, sextugur að aldri. 
Systkini:  Enginn sem vitað er um.
Elskar/þolir: Te, fjölskylduna sína, að kenna, drekka te, tala um te, hugsa um te.
Hatar/þolir ekki: Kaffi, hvað hann er vanmáttugur og að Nightmare þurfi að vera svona vondur við alla.

Vildi óska þess að hann gæti verið sterkari og lifað í friði.





Cre-Tes Títós Rís Fíl Creator

Illmenni bókaflokksins en Lína heldur að hann sé að vernda hana sem að hann er vissulega líka að í vissum skilningi.

Móðurbróðir Phílíusar og Önnu  Rís Fíl, höfuð Rís Fíl ættarinnar og ríkasti maðurinn í Create.
Stjórnandi tortímandabúðanna Credes og fangelsins Dauðans.  Foringi Hreinsara Heimsins sem vill láta gereyða öllum tortímendum.

Tegund: Heill skapari (fullorðin skapari með fulla krafta) 

Máttur: Getur læknað, stjórnað (en ekki vitað hvernig), annar máttur er óþekktur.  Notar mikið svifdiska.  
Aldur: 60
Maki:  Crea-Tína Rís Fíl (upprunalegt nafn Tína Tyranny)
Börn:  Crea-Sta (upprunalegt nafn Síesta-29 ára) og Cre-Títós (upprunalegt nafn Títós-39 ára).  Bæði fullorðin en búa enn hjá foreldrunum í Rís Fíl setrinu. 
Foreldrar:  Cre-Tes (uppr.nafn Tetes eldri) og Crea-Títa (uppr. nafn Evíta eldri.)  Látin.
Systkini: Catharíanna og Evíta.  Báðar látnar.

Elskar/ þolir: Línu virðist vera og dóttur sína Síestu, kunni vel við systurdóttur sína, Önnu Rís Fíl og var sleginn þegar hún var myrt.  Erfitt að segja til um hvað hann vill.
Hatar/þolir ekki: Son sinn, Títós, systurson sinn, Phílíus, eiginkonu sína Tínu, tortímendur, allt tengt tortímendum, Nightmare, Tea, alla hina æðstu skaparana, Sydney Dawn, Phílípus Concequences og virðist vera upp á kant við flesta.

Hann er að fela eitthvað.



Æðstu skapararnir


Aftast á myndinni: Sunrise Hope.  Frá hægri til vinstri: Plea, Tea, Betrayal, Truth og Nightmare.

Æðsta vald heimsins, heimstjórn og skólastjórn.  Æðstu skaparnir eru sex og eru eftirtaldir í tignarröð, sá æðsti er fyrstur og sá lægsti neðstur.
  1. Sunrise Hope, 1000 ára gamall guð.
  2. Morning Plea, 850 ára.
  3. Afternoon Tea, 501 árs.
  4. Evening Betrayal, 350 ára.
  5. Night Truth, 180 ára.
  6. Dawn Nightmare, 79 ára.




Phílíus Phílípus Rís Fíl Creator




Ein af aðalpersónum bókaflokksins, er af flestum kallaður Phílí.  Nágranni og skólabróðir Línu.

Tegund: Hálfur skapari með tortímandamátt.
Máttur:Blandar saman tortímanda (hiti) og skaparamætti (efni, súrefni) saman og fær því eld.  Getur skapað og eytt. 
Aldur:15 ára

Foreldrar: Cre-Tar (upprunalegt nafn: Phílípus) Concequences Creator og Crea-Títa (upprunalegt nafn: Evíta) Rís Fíl Creator, sem var eytt fyrir tíu árum síðan af föður Línu, honum Des.  En þrátt fyrir það hatar Phílí ekki tortímendur heldur virðist þvert á móti dást að þeim og dreyma um að verða einn.

Systir hans, Anna Regína Evíta Phílía Rís Fíl Creator (Anna Rís Fíl-18 ára) er sögð hafa framið sjálfsmorð fyrir tveimur árum síðan en Phílí stendur fast í þeirri trú að hún hafi verið myrt og ætlar hann að gera allt sem í sínu valdi stendur til að finna morðingja hennar og hefna hennar.

Systir hans fannst sálarlaus úti í frumskógi og ætlar Phílí að finna þann sem tók sálina hennar og sálina sjálfa.


Elskar/líkar við: Createísinn, að teikna myndasögur (Ó mama og Óvini Decre), brjóta reglurnar og pirrra Nightmare, elskar Línu en veit ekki að tilfinningarnar eru gagnkvæmar.  Dreymir um að ganga til liðs við andspyrnuhreyfinguna.
Hatar/þolir ekki: Nightmare, æðstu skaparana-fólk sem ráðskast með hann og fer illa með aðra, sérstaklega tortímendur.  Cre-Tes, móðurbróður sinn og blóðkál.  Að vera komið fram við hann eins og krakka og vera kallaður lítill.  Vera heitbundin Sóphíu Light gegn vilja sínum.


Minningar Phílís eru í rugli.    

















Anna Fíl Destroyer

Ein af aðalpersónum bókaflokksins.  Þó að hún sé tortímandi sem hefur bara verið í tvö ár (en er samt 13 ára) kallar Lína hana litlu systur sína.


Tegund: Hálfur tortímandi.

Aldur: 13 ára.  Sköpuð 11 ára og hefur því bara verið til í tvö ár.
Máttur:  Getur breytt sér í fljúgandi vopn (flugskeyti, steinvölu os.frv)  Einnig getur hún látið rætur spretta upp úr jörðinni og vefjast utan um andstæðinga sína.

Sagt er að hún hafi verið sköpuð af afa og ömmu Línu fyrir tveimur árum síðan.  Örfáir vita sannleikann um sköpun Önnu.


Elskar/líkar við: Línu, systur sína, karamellu, að fylgja reglunum þegar það á við (getur alveg verið sveigjanleg), læra (er sjálflærð, má ekki ganga í skóla þar sem hún er tortímandi), lesa bækur og myndasögur, sérstaklega Ó, mama.
Hatar/þolir ekki: súkkulaði, að Lína og Phílí skuli sífellt vera að stefna sér í hættu og ögra æðstu sköpurunum með hegðun sinni.  Stendur stuggur af Cre-Tesi. 

Önnu virðist vanta ákveðnar minningar.







Lína Afternoon Descret

Aðalpersóna bókaflokksins og sú sem að bókaflokkurinn er nefndur eftir, en hún er kölluð Descret í höfuðið á afa sínum þó að alvöru eftirnafn hennar sé Descre.

Eini skaparatortímandinn sem vitað er um en tortímendur eiga ekki að geta skapað og því ætti hún í raun ekki að vera til.

Tegund: Hálfur skapari og hálfur tortímandi.  
Aldur: 15 ára
Máttur:  Eldingar og rafmagn, hreinn eyðingarmáttur. Getur skapað og læknað, breytt sér í flugskeyti þegar hún heldur í hönd Önnu.
Foreldrar: Crea Aftermath (upprunalegt nafn: Lýra- heill skapari) og Destroyer Afternoon Destroyer (Des- öflugasti tortímandi) sem hvarf fyrir tíu árum síðan eftir að hann eyddi mömmu Phílís.


Elskar/líkar við:  Súkkulaði, Phílí en veit ekki að tilfinningarnar eru gagnkvæmar, forboðnu myndasöguna Óvini Decre.  Að semja lög og söngtexta.
Hatar/þolir ekki: Nightmare, fólk sem er vont við tortímendur, skólann, umsjónarkennara sinn og nágranna, stelpurnar í skólanum sem leggja hana í einelti vegna uppruna hennar, Sóphíu sem er heitbundin Phílí vegna samninga, tortímandagrautinn (eiturgrænn næringarríkur grautur sem tortímendur eru neyddir til að nærast á).


Línu virðist vanta ákeðnar minningar.







Káputexti


Eins og lífið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Línu Descret, eina skaparatortímandann í gervöllum heiminum, þá fer lífið hennar skyndilega að líkjast söguþræði í vinsælustu myndasögu Createborgar. En hver er að herma eftir hverjum? Fyrr en varir standa hún og systir hennar frammi fyrir mikilli hættu sem virðist sprottin úr martröð frekar en raunveruleikanum.

Hvernig tengist þetta annarri hæðinni á heimili þeirra og mun eitthvað af þessu hjálpa Línu í byltingu tortímendanna?

#Texti sem er ekki aftan á kápu en verður í bókatíðindunum.#  Bókin er myndskreytt af höfundi og er undir japönskum og vestrænum áhrifum.  Bókin er sú fyrsta í fantasíuflokknum um Línu Descret.

Kápan-Forsíðan


Afrakstur þriggja ára hugmyndavinnu.  Fór á námskeið 2009 í myndlýsinga og bókagerð hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur sem er líka núverandi skólinn minn.  Fékk aðstoð frá Önju Kischlich við skipuleggja hana.
Árny Stella Gunnarsdóttir (Ynra), vinkona mín og rithringsmeðlimur hjálpaði mér einna mest að komast að þessari lokaniðurstöðu og fær hún miklar þakkir fyrir. :) Hún veitti mér innblásturinn.

Saturday, October 8, 2011

Plakat


Sjálfstætt verkefni sem ég gerði í skólanum mínum.  Atriði sem er í raun, atriði á milli atriða í bókinni minni.  Eitthvað ósagt sem fór fram á milli persóna, einhver ný óþekkt tilfinning.

Verkið ber heitið ,,Between steps."

Ljósmynd af verkinu, langaði að leyfa teiknibólunum að fljóta með en á eftir að lita verkið og taka þær út seinna.  Því fá þær bara að lifa til skamms tíma.

Mynd af Tea (hann situr í tröppunum) og Nightmare fylgist með honum.

Útgáfudagur komin?

Skv. nýjustu skipaupplýsingum er á von á bókinni 17.október.

Býst því við að bókin detti inn í verslanir svona um 20.október.