Friday, December 30, 2011

Opið bréf til fjölmiðla um fantasíubyltinguna

 Góðan dag og gleðilega hátíð!

Það gladdi mig að sjá umfjöllun um íslenskar ævintýrabækur þar sem ég hafði óttast að þær yrðu útundan í jólabókaflóðsumræðunni.
 
Mig langar til þess að bæta við fleiri upplýsingum í þá umræðu.  Í raun er meiri gróska í íslenskum ævintýrabókum heldur en haldið er.  Í raun eru komnar út þrjár íslenskar ævintýrabækur og einnig er mikil gróska í þýðingum á ævintýrabókum.  Eldingarþjófurinn og Tortryggni töframaðurinn sem var ein af opnunarbókum rafbókarvefjarins emma.is eru dæmi um slíkar þýðingar.  Þriðja íslenska ævintýrabókin er líka myndskreytt sem er ákveðin nýjung innan ævintýrabóka en bókin sjálf er innblásin af japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum.


Á bókamessunni spjallaði ég einmitt við útgáfufélagið Tind um þá miklu sprengju sem væri að eiga sér stað í íslenskum ævintýrabókum sem hingað til höfðu verið fjarverandi í bókmenntaumræðu og voru þeir sammála mér um að þetta væri næsta æðið á eftir sakmálasögum.  Eins og greinarhöfundur menningarpressunnar benti á áttu líka sakamálasögur hvergi höfði að halla fyrir varla en áratug síðan, þegar að Arnaldur Indriðason reið á vaðið með sína fyrstu sakamálasögu, Synir duftsins.  Spurning hvenær ævintýrabækur fá sömu athygli og sakamálasögurnar.  

Einnig má nefna Rúnatýr sem var stofnað fyrir einu ári síðan og leggur áherslu á jaðarbókmenntirnar þar á meðal fantasíu og hyggjast gefa út ævintýrabækur með vorinu.

 
(Fimm þjófar er ekki með í upptalningunni i grein Rúnatýrs, þar sem það var ekki vitað um útgáfu þeirra bókar á þeim tíma.)
 

Margir meðlimir Rithringsins eru með ævintýrabækur í smíðum en þar sem álitið á ævintýrabókum hefur ekki verið sérlega hátt, hafa margir hverjir verið tregir til að leita til útgefenda með efni sitt en þeir sem gerðu það, fengu flestir neitun.  Einn af stofnefndum Rúnatýrs er meðlimur á Rithringnum.

Ég ákvað því að stíga skrefið fyrir hönd hinna og sýna þeim í verki að það væri alveg hægt að koma með ævintýrabók á íslenskan markað.  En ég ákvað að fara sjálfsútgáfuleiðina þar sem það hafði varla þekkst áður að forlög tæku við ævintýrabókum.  Því kom það hressilega á óvart að sjá tvo forlög, Tind og Sögur, vera að gefa út ævintýrabækur í sama mánuðinum og mín kom út.

Því er spurning mín sú hvort að möguleiki sé á því að bæta þessum upplýsingum í umræðuna um íslenskar ævintýrabókmenntir, í ljósi þess að byltingin er raun stærri en margir gera sér grein fyrir.

Fleiri upplýsingar veittar fúslega ef óskað er.

Með von um jákvæðar viðtökur

Rósa Grímsdóttir
gsm 6950460
sími 5621460
Miðtún 80
105 Reykjavík.

Jólabakgrunnur-Smá flipp í gangi


Wednesday, December 28, 2011

Friday, December 23, 2011

Jólakveðjur!



Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  Þakka kærlega fyrir allan stuðninginn í hinu alræmda jólabókaflóði! :D


Eldgömul mynd sem ég gerði í Paint en það er það eina jólalega sem ég hef gert í tengslum við Línu Descret. :)  Persónan Skalli sem kemur ekki fram fyrr en í lok þriðju bókar en er engu að síður mjög mikilvæg fyrir allan bókaflokkinn í heild sinni.

Wednesday, December 21, 2011

Frá upplestrinum í Tjarnarskóla

       Rósa, fyrrverandi Tjarnskælingur, á rithöfundabrautinni

Rósa Grímsdóttir, fyrrverandi Tjarnarskælingur, kom og las upp úr nýrri bók sinni; Línu Descret, fyrir skömmu. Rósa sækir innblástur sinn frá japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum og myndskreytti sjálf bókina. Hún rifjaði upp að þegar hún útskrifaðist úr Tjarnarskóla fékk hún verðlaunagrip, mús með spjót. Á gripnum stendur: ,,Rósa á rithöfundabrautinni".  Við vorum sannspá! Við óskum Rósu til hamingju með bókina og óskum henni alls hins besta á þessari skemmtilegu braut.

http://www.tjarnarskoli.is/









Saturday, December 17, 2011

Útgáfuteiti, upplestur í Tjarnarskóla, rafbók og annað sem gerðist í vikunni.

Þessa vikuna var nóg um að vera í sjálfsútgáfunni.  Byrjaði á því að vera með upplestur í Tjarnarskóla á þriðjudaginn og gekk hann bara nokkuð vel.   Þakka skemmtilegar fyrirspurnir og hlýlegar móttökur.  :)

Á miðvikudaginn var svo upplestur og útgáfuteiti í Eymundsson Austurstræti ásamt Huginn (Óðinsauga-Sígildu ævintýrin), Sif (Hvolpahandbókin) og Hildi (Þýðandi Eldingarþjófsins).  En öll höfum við það sameiginlegt að tengjast Óðinsauga útgáfunni á einhvern hátt.  Sif og ég fengu aðstoð við sjálfsútgáfuna frá Huginn og því var tilvalið að slá til sameiginlegrar veislu og upplesturs.

Fleiri myndir frá útgáfuteitinu.

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.200936103328120.49952.145621842192880&type=3

Þakka þeim sem mættu og þeim sem ekki gátu mætt en vildu það. :)

Á föstudaginn birtist auglýsing í Fréttatímanum og einnig var víst umfjöllun um bókina í Laugardalsblaðinu sem ég hef reyndar ekki enn séð en heyrt af.

Auglýsingin í Fréttatímanum.

http://issuu.com/frettatiminn/docs/16_desember_2011/15?zoomed=&zoomPercent=&zoomX=&zoomY=&noteText=&noteX=&noteY=&viewMode=magazine

Og síðast en ekki síst er bókin nú til sem rafbók á Emma.is.

http://www1.emma.is/collections/aevintyri/products/lina-descret  

Einnig er hún til á Panama.is og í vefverslun og verslun Nexus.

http://panama.is/Index.aspx?pageId=product&item=6849

http://nexus.is/vefverslun/baekur/8991-lina-descret-vol1.html




Sunday, December 4, 2011

Rafbókarvefurinn emma.is, upplestur í næstu viku og Nexus netverslun.

Fór á opnunarhátíð emmu.is á fimmtudaginn 1.des.  Bókin verður bráðlega að rafbók sem verður seld á vefnum hjá þeim.

Nánari upplýsingar um vefinn er að finna á www.emma.is.

Mæli eindregið með þessu flotta framtaki hjá emmu.is. :)  Fyrir alla skúffuhöfunda, sjálfstæða útgefendur og bara alla. :)

Verð með upplestur í Tjarnarskóla (gamla skólanum mínum :))  13.des.

Bókin er svo komin í netverslun Nexus!

http://nexus.is/vefverslun/baekur/8991-lina-descret-vol1.html

Alger snilld að þeir séu komnir með netverslun, mæli eindregið með henni hvort sem það er til að kaupa þaðan eða skoða vöruúrvalið og kaupa í búðinni sjálfri. :)

Grein eftir Hildi Enolu um tilurð bókaflokksins


Skrifaði heilan bókaflokk í atvinnuleysinu

Rósa Grímsdóttir rithöfundur og nú nemi á myndlista- og hönnunarsviði Myndlistarskólans í Reykjavík varð atvinnulaus í maí 2009. Hún ákvað strax að líta á atvinnleysið sem tækifæri til að vinna að því að gera ástríðu sína að atvinnu og nýtti sér tímann til að skrifa. Hún fór á námskeið á vegum Vinnumálastofnunar sem heitir BTM, Breytingar, tækifæri, markmið og segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið. Hún nýtti sér það sem hún lærði þar og setti upp markmið og hefur nú tveimur árum seinna náð öllum sínum markmiðum með ötulli vinnu og eljusemi í atvinnuleysinu.
Í þann tíma nýtti Rósa öll þau tækifæri sem henni gáfust til að aðstoða hana við að láta drauminn rætast. Eitt af því sem einkennir atvinnuleysi er að því fylgir yfirleitt frekar tregt fjárstreymi en Rósa hefur nýtt sér öll þau tækifæri sem henni gefast og er t.d. mjög virk á rithringnum sem er ókeypis vefmiðill þar sem rithöfundar vinna saman og aðstoða hvern annan við að móta og þróa skrif sín. Hún tók þátt í NaNoWriMo (National novel writing month) en það er líka netmiðill þar sem rithöfundar frá mörgum löndum ,,hittast" og hvetja hvern annan til dáða í einn mánuð. Markmiðið er að skrifa heila skáldsögu í nóvember mánuði með því að skrifa 1600 orð á dag í einn mánuð. Rósa vann einmitt uppkastið af tveimur af sínum bókum í þessu átaki.  Fór meira að segja fram úr áætlun og kláraði skammtinn fyrir miðjan mánuð.
Í gegnum fólk sem hún kynntist í ritsmiðjunni var henni bent á að sagan hennar væri betri ef hún væri myndskreytt. Rósa sem hefur alltaf teiknað en ekki litið á það sem sinn aðal hæfileika dreif sig m.a. á myndlýsinganámskeið á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf þar að myndskreyta bækur sínar.
Rósa er mikill aðdáandi japanskra teiknimyndabóka og bóka sem kallast á ensku light novel en þessi stíll hefur ekki enn fengið íslenskt nafn en stungið hefur verið upp á orðinu myndræn skáldsaga. Stíll Rósu er gjörólíkur því sem sést hefur á íslensku áður og myndi sjálfsagt flokkast undir fantasíu þar sem skortur er á fjölbreytileika í íslenskri bókaútgáfu og íslendingar einfaldlega ekki kunnugir öllum þeim aragrúa af efni sem gefið er út undir samheitinu vísindaskálskapur og fantaísur. Það er fyrst nú að við erum að fá bókaútgáfuna Rúnatý sem ætlar að sérhæfa sig í “öðruvísi efni” öllum íslenskum og svo eru einnig að koma út tvær hefðbundnar fantasíur eftir íslenska höfunda fyrir þessi jól.
Þar sem forlög hafa hingað til verið treg að taka við fantasíum, ákvað Rósa fljótlega að fara út í sjálfsútgáfu án þess að banka fyrst á dyr þeirra.  Það er einnig Lifandi vinnusmiðjunni, vinnuátaki á vegum vinnumálastofunnar, að þakka að hún ákvað að fara út í frumkvöðlastarfsemina og gefa bókina út sjálf.
Rósa fékk þó aðstoð frá útgáfufélaginu Óðinsauga við prentun og dreifinguna, hvernig best væri að snúa sér í þeim málum og það var einnig Rithringnum að þakka, að hún komst í kynni við forleggjarann Huginn Þór Grétarsson.