Afmælissaga



Myndataka æðstu skaparanna fyrir 15 árum síðan.  Sjöundi destroyaníta.  Fyrsti hluti.  


,,Til hamingju með sextíu og fimm ára afmælið, Sylvester að því ógleymdu að hafa loksins náð því takmarki að vera æðsti skapari.”  Æðstu skaparnir fimm klappa ákaft þar sem þeir eru allir samankomnir í hásætissalnum og mynda stóran hring utan um Sylvester Light.  Þrátt fyrir gleðina sem skín úr andliti skeggjuðu mannanna í skjallahvítum kyrtlunum, er það ekki gleði sem hreiðrar um sig í hjarta Sylvester.  Hann skilur ekki depurðina sem færist yfir hann í stað þess að gleðjast yfir að hafa náð loksins að afmá skömmina sem langafi hans hafi fært yfir fjölskylduna.  Jafnvel afmælisdagurinn hans er ekkert nema minning um þann tíma sem hann hefur sólundað í vitleysu.  Líðan hans verður engri betri við minninguna um að hann sé yngsti æðsti skapararinn í sögunni.  
,,Takk...takk...almáttugu herrar.”  Smá rjóði færist í kinnar Sylvester eftir sem klappið verður háværra og bermáli ótt í stórum salnum og þrátt fyrir að rjóðu kinnarnar séu vel faldar undir snjóhvítu skeggi hans, snýr hann sér undan.  Augnaráð hans lendir á Afternoon Tea og hann á helst von á því að sjá biturleika í blaðgrænum augum hans en þvert á móti virðist Tea brosa einna mest þar sem hann klappar saman kubbslegum höndum sínum.
Varla hefur hann fyrirgefið mér fyrir að handtaka yngsta soninn hans?  Þó ég gerði það fyrir réttlætið.  Það varð að stoppa Descret...hann var hættulegur heimsfriðinum.
,,Langafi þinn hefði verið stoltur af þér!”  Sunrise slengir risavaxinni hönd um Sylvester svo hann missir andann.  Þreytuleg perluhvít augu Sylvester mæta gulllituðum augum Sunrise.
En ég vil ekki að sé stoltur af mér...langafi framdi verstu grimmdarverkin í sögu æðstu skaparanna fyrir utan að það er honum að kenna að Light ættin hefur í heilar tvær kynslóðir misst af sjötta æðsta skapara sætinu.  Sætinu sem hafði verið gulltryggt frá því að saga skaparanna hófst.  Sylvester hafði þurft að ganga undir stranga yfirheyrslu hjá Night Truth, til að æðstu skaparnir gætu verið þess fullvissir um að hann hefði ekkert í hyggju í líkingu við það sem langafi hans hafði gert.
Sylvester verður litið upp á myndina af langafa sínum, sem hangir beint fyrir ofan langborðið og hugsar biturlega með sér, að ef ekki væri fyrir synd langaafa hans, hefði hann sjálfur getað lifað eðilegu lífi í stað þess þurfa allt sitt líf að keppast að því að verða æðsti skapari.  Einungis til þess að ættin hans þyrfti ekki lengur að lfia með þessa skömm.  Ef hann hefði ekki Tammý sína og Tómas, þá væri engu líkara en að hann væri fangi örlaga sinna.
 
,,Komdu, Nightmare.  Það er komið að myndatökunni.”

Sylvester hrekkur upp úr hugleiðingum sínum við að Sunrise dragi hann með sér að enda píramídastigans.  Sylvester tekur fyrst eftir því núna að þeir eru komnir út úr höfuðstöðvunum.

Reyndar er sonur hans hreint ekki ánægður með að hann hafði sólundað mest öllum tíma sínum í vinnu og því hafa þeir feðgarnir ekki talast við í lengri tíma.  Ætli hann sé komin með fjölskyldu...?  Sylvester gleymir því oft að sonur hans er ekki lítill lengur.  Það auðveldar honum samt reikningsdæmið að bróðir hans skuli vera jafn gamall syni hans.  Tuttugu..þeir eru víst báðir orðnir tuttugu ára.  Og Phílípus er orðinn þrítugur með eiginkonu og fimm ára gamla dóttur...það er órúlegt hvað tíminn hefur flogið.  
Þessi sólríki dagur sem bakar stéttina fyrir framan alheimsstöðvarnar og lætur frumskóginn fyrir neðan líta enn grænni út en venjulega, fær Sylvester til þess að gleyma því og lifa í eitt augnablik í þeirri blekkingu að þessi hroðalegi atburður fyrir fimmtán árum síðan hefði aldrei gerst.  Né sá sem átti sér stað tveimur árum eftir það.  En það var reyndar ófrávíkjanlegt, hluti af örlögum þeirrar fjölskyldu, nátengt skaparastríðrinu, ólíkt því sem hafði gerst fyrir fimmtán árum.  Það var val.  Val, sem Sylvester á enn þann í dag erfitt með að skilja og hann mun aldrei geta fyrirgefið besta vini sínum fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.  Honum leið eins og hann hafði sjálfur átt í dauða hans, rétt eins og með Reddý sinn fyrir fimmtíu og níu ára síðan.  Hann gleymir ekki hvernig rauði hvolpurinn engist um og vældi, þar sem hann leystist upp smá saman upp fyrir augum hans.  En það eina sem Reddý hafði gert af sér var að hafa tortímandamátt.  Fyrir það þurfti Sylvester að losa sig við hann, alveg sama hversu mikið hann grátbað foreldra sína um sýna að miskunn.  Alveg sama hversu..
Þetta hlaut að vera ein af ástæðunum fyrir því að hann hneppti sig og Phílípus í ósýnilega fangelsið.

,,Nightmare...?”  Sunrise veifar hendi fyrir framan augu hans.

Nightmare...já það er víst nafnið sem ég valdi sem æðsta skapara.  Honum fannst ekki annað við hæfi þar sem langafi hans hafði borið nafnið Horror, að fylgja í fótspor hans með álíka hroðalegu nafni.  Hann átti víst að vera álíka hræðilegur og Horror, fyrir utan að hann mátti ekki ganga eins og langt, en það hafði Sunrise sagt við hann í gamni eftir að Sylvester hafði svarið æðsta skapara eiðinn í morgun.  Hann grettir sig við minninguna.  Vígsluathöfnin var allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér.

,,Ég sver við alla guðina, þann sem er á jörðu niðri jafnframt þá sem eru fyrir ofan ykkur, að ég mun fylgja í einu öllu því sem að guðinn, Sunrise Hope II segir mér að gera.  Hvort sem það er eitthvað fáránlega skammarlegt eða háalvarlegt og stríður gegn minni betri vitund.  Sama hvort...sama hvort...”
Sylvester leit snöggt til hliðar þar sem Sunrise klappaði á öxl hans:,,Þarf ég virkilega að segja þetta, almáttugi herra?”
,,Þú verður að klára eiðinn, Sylvester.  Ef þú vilt verða æðsti skapari.”  Sunrise glotti þannig að glottið tók yfir stóran part af andliti hans.
Sylvester andvarpaði og hélt áfram, rjóður í kinnunum:,,Sama hvort það þýði að ég þurfi að hlaupa um nakinn með nærbuxurnar á höfðinu...”  Sylvester klemmdi saman tönnum þegar hann heyrði hávær hlátursköll Sunrise.  Af hverju líður mér eins og ég sé að ganga inn í eitthvað strákaparafélag en ekki vera einn af æðsta valdi heimsins!?
,,Kláraðu eiðinn, Sylvester Light,”  sagði róleg rödd Plea eins og Sylvester hefði aðeins verið að tala um veðrið og rúbínrauð hans horfðu tilfinningalaus á hann.
Sylvester ræksti sig og hélt áfram:,,Sömuleiðis verð ég að fylgja því í einu og öllu sem hinir æðsti skaparnir segja mér, þó að vissulega gildi það ekki um eitthvað fáránlega skammarlegt.  Það eitt á við um boð Sunrise.”
Æðstu skaparnir klöppuðu og Sunrise blístraði.  Sagði að nú væri vígluathöfnin lokið og bara myndatakan eftir.
Sylvester andaði léttar.  Hann hafði komist í gegnum þessa fáránlegu vígsluathöfn sem virtist taka eilfíð, sem hafði byrjað með háalvarlegum kórsöng þar sem æðstu skaparnir sungu allir skaparaeiðinn (meira segja Betrayal sem aldrei segir neitt, virtist syngja með ef marka mátti augnhreyfingar hans), þurft að hlaupa í gengum fáránlegt hindrunarhlaup á meðan Sunrise henti litlum sólarboltum í hann, tekið þátt í kappáti (Sylvester mun aldrei aftur líta á Createísinn sömu augum) og að lokum farið með þennan fáránlega eið...já, allt sem Sunrise kom nálægt þurfti hann að gera fáránlegt.
,,Þurftuð þig virkilega að ganga í gegnum þennan fáránleika þegar þið urðuð æðstu skaparar?” Hvíslaði Sylvester að samsköpurunum sínum eftir að Sunrise hafði farið út að undirbúa myndatökuna.
Plea hristi höfuðið:,,Nei, þennan langa tíma sem hefur liðið á milli þess að fá nýjan æðsta skapara, hefur Sunrise nýtt til að þess að gera vígsluathöfnina eins fáránlega og hægt er.”
,,Hefði mátt vita það...”
,,Eiðurinn er reyndar eins..”
,,Hvað þá!?”
,,Jæja, strákar mínir drífið ykkur út á tröppurnar.”  Sunrise klappaði saman lófunum eins og hann væri að safna saman leikskólakrökkum upp í rútu en ekki æðsta valdi heimsins.
Sylvester andvarpaði þar sem hann flýtti sér á eftir hinum æðstu sköpurunum, sem gengu jafn hægt út og þeir væru á leið í jarðarför hjá mönnum án krafta.  Fyrir utan Tea sem hljóp út eins og lítill smástrákur sem vildi komast sem fyrst út að drullumalla.  Hvernig gat langafi minn þolað að vera með þessu Sunrisefífli...?  Æ,já það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að hann snappaði að lokum...

,,Nightmare?”
,,Huh..uh...ó, fyrirgefðu almáttugi herra.  Varstu að...segja eitthvað!?”  Nightmare hentist hátt upp í loft þegar í stað stóra guðsins er kominn lítill drengur...nei við reyndar við nánari skoðun sér hann að þetta er lítill skeggjaður maður.
,,Hvað í..hvað á þetta að þýða, Sun...almáttugi herra?”  Allur biturleiki Nightmare hverfur eins og hendi væri veifað og verður að reiði.  
,,Ég er að gera mig kláran fyrir myndatökuna.  Hvað annað? Og þú átt að halda á mér...”  Sunrise litli bendir á Nightmare með feitum fingri.  Hvað þá...!?  Loks fær Nightmare nóg.  Snjóhvít hár hans og perluhvítu augun ásamt skjallahvítakyrtlinum verður allt saman rautt í stíl við hár og skegg æðsta skaparans Plea.
,,Hva...nei!?  Kemur ekki til hellamanískra greina.  Ég er búin að fá Sunrise.  Ertu virkilega ekki búin að láta mig ganga í gegnum nógu mikið kjaftæði...þú!?  Nightmare grípur fyrir munninn.  
Ó,nei. Hafði hann virkilega hrópað að guðinum og skammað hann eins og lítinn krakka?  Jafnvel þótt hann ætti það svo skilið.  Hann getur svo gleymt því að vera æðsti skapari núna.... Bless lífstakmark...bless allar fórnir...æ, ég á þó alltaf konu mína og son.
,,En Sylvi...”
Nightmare er undrandi að sjá augu Sunrise litla verða stór og efri vörina hans titra.  Nei...í guðanna bænum, ekki er hann að fara að..gráta..?  Nightmare átti von á miklum skömmum frá honum en þess í stað heyrir hann lítið snökt.
,,Ó, allt í lagi.  Ég skal gera það...”
Sunrise stekkur upp og kýlir út í loftið:,,Jeiii!”
,,En...bara í þetta eina skipti.”
Hunangsgulur kollur Sunrise hristist ákaft:,,Að sjálfsögðu!”
Nightmare tók Sunrise upp í þann sama sama mund og myndatökumaðurinn bað þá um að taka sér stöðu.


Auka! Afmælisleikur Línu Descret 



 
  





No comments:

Post a Comment