Um höfundinn

Útskrifaðist 2012 af myndlistar og hönnunarsviði (fornáminu) í Myndlistarskóla Reykjavíkur og hef verið meðlimur á rithringnum í 9 ár, næstum frá stofnun hans en hann varð 10 ára 1.febrúar 2013. :)

12.desember 2012 kom út smásagnasafn Rithringur.is, en ég var meðstjórandi að því og á tvær sögur í safninu.  Nú er verið að vinna að næstu söfnum en við jólasagnasafn er líka í býgerð.

Mig hafði dreymt um að vera rithöfundur frá því að ég var sex ára.  Loksins gat ég látið drauminn rætast!  Ég notaði atvinnuleysið til þess að vinna að draumatakmarki mínu.  Fyrir mér var atvinnuleysið upphaf en ekki endir.  Tækifæri til þess að gera ástríðuna mína að vinnu.

Ævintýrið hófst ekki fyrir alvöru fyrr en ég fór í Myndlistarskóla Reykjavíkur á margvísileg námskeið áður en ég rataði loksins í fornámið.  Í atvinnuleysinu skrifaði ég meiri hlutann af bókaflokknum (hef skrifað hann allan í dag) og því var næsta skref, endurskrif og hvernig kem ég þessu í útgáfu.

Vorið 2010 sótti ég því námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur, myndlýsingum og bókagerð hjá rithöfundum og myndlistarmönnunum Önju Kisclich, Þorvaldi Þorsteinssyni (sem er nýlátin), Brian Pilkington og fleiri frábærum kennurunum.  Ég lærði heilmikið um myndskreytingu og útgáfu hjá þeim og var þetta námskeið alger gersemi á nákvæmlega rétta tímapunktinum, þegar mig klæjaði í puttana að gefa út.  Á þeim tíma skildist mér að ég væri ekki tilbúin og því nýtti ég næstu tvö árin í undirbúning.

Á sama tíma og ég var á námskeiði í myndlýsingum og bókagerð, fór ég í ritsmiðju bókasafn Kópavogs og lærð heilmikið um ritlist og fékk álit á verkinu sem kom út 20 október 2011.

Haustið 2010 og vorið 2011 fór ég í Teikningu 1 og 2 hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur, en áður hafði ég aðallega látið ritlistina ganga fyrir, þó að teikningin ætti alltaf stóran sess í hjarta mínu.  Eftir fornámið, ákveð ég að hvíla mig á teikningunni og fór því í Málun 1 hjá Jóni Henrysyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur og er þar enn og líkar vel.  Auk þess er ég um þessar mundir að sækja nám í handritagerð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.









No comments:

Post a Comment