Friday, December 30, 2011

Opið bréf til fjölmiðla um fantasíubyltinguna

 Góðan dag og gleðilega hátíð!

Það gladdi mig að sjá umfjöllun um íslenskar ævintýrabækur þar sem ég hafði óttast að þær yrðu útundan í jólabókaflóðsumræðunni.
 
Mig langar til þess að bæta við fleiri upplýsingum í þá umræðu.  Í raun er meiri gróska í íslenskum ævintýrabókum heldur en haldið er.  Í raun eru komnar út þrjár íslenskar ævintýrabækur og einnig er mikil gróska í þýðingum á ævintýrabókum.  Eldingarþjófurinn og Tortryggni töframaðurinn sem var ein af opnunarbókum rafbókarvefjarins emma.is eru dæmi um slíkar þýðingar.  Þriðja íslenska ævintýrabókin er líka myndskreytt sem er ákveðin nýjung innan ævintýrabóka en bókin sjálf er innblásin af japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum.


Á bókamessunni spjallaði ég einmitt við útgáfufélagið Tind um þá miklu sprengju sem væri að eiga sér stað í íslenskum ævintýrabókum sem hingað til höfðu verið fjarverandi í bókmenntaumræðu og voru þeir sammála mér um að þetta væri næsta æðið á eftir sakmálasögum.  Eins og greinarhöfundur menningarpressunnar benti á áttu líka sakamálasögur hvergi höfði að halla fyrir varla en áratug síðan, þegar að Arnaldur Indriðason reið á vaðið með sína fyrstu sakamálasögu, Synir duftsins.  Spurning hvenær ævintýrabækur fá sömu athygli og sakamálasögurnar.  

Einnig má nefna Rúnatýr sem var stofnað fyrir einu ári síðan og leggur áherslu á jaðarbókmenntirnar þar á meðal fantasíu og hyggjast gefa út ævintýrabækur með vorinu.

 
(Fimm þjófar er ekki með í upptalningunni i grein Rúnatýrs, þar sem það var ekki vitað um útgáfu þeirra bókar á þeim tíma.)
 

Margir meðlimir Rithringsins eru með ævintýrabækur í smíðum en þar sem álitið á ævintýrabókum hefur ekki verið sérlega hátt, hafa margir hverjir verið tregir til að leita til útgefenda með efni sitt en þeir sem gerðu það, fengu flestir neitun.  Einn af stofnefndum Rúnatýrs er meðlimur á Rithringnum.

Ég ákvað því að stíga skrefið fyrir hönd hinna og sýna þeim í verki að það væri alveg hægt að koma með ævintýrabók á íslenskan markað.  En ég ákvað að fara sjálfsútgáfuleiðina þar sem það hafði varla þekkst áður að forlög tæku við ævintýrabókum.  Því kom það hressilega á óvart að sjá tvo forlög, Tind og Sögur, vera að gefa út ævintýrabækur í sama mánuðinum og mín kom út.

Því er spurning mín sú hvort að möguleiki sé á því að bæta þessum upplýsingum í umræðuna um íslenskar ævintýrabókmenntir, í ljósi þess að byltingin er raun stærri en margir gera sér grein fyrir.

Fleiri upplýsingar veittar fúslega ef óskað er.

Með von um jákvæðar viðtökur

Rósa Grímsdóttir
gsm 6950460
sími 5621460
Miðtún 80
105 Reykjavík.

Jólabakgrunnur-Smá flipp í gangi


Wednesday, December 28, 2011

Friday, December 23, 2011

Jólakveðjur!



Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  Þakka kærlega fyrir allan stuðninginn í hinu alræmda jólabókaflóði! :D


Eldgömul mynd sem ég gerði í Paint en það er það eina jólalega sem ég hef gert í tengslum við Línu Descret. :)  Persónan Skalli sem kemur ekki fram fyrr en í lok þriðju bókar en er engu að síður mjög mikilvæg fyrir allan bókaflokkinn í heild sinni.

Wednesday, December 21, 2011

Frá upplestrinum í Tjarnarskóla

       Rósa, fyrrverandi Tjarnskælingur, á rithöfundabrautinni

Rósa Grímsdóttir, fyrrverandi Tjarnarskælingur, kom og las upp úr nýrri bók sinni; Línu Descret, fyrir skömmu. Rósa sækir innblástur sinn frá japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum og myndskreytti sjálf bókina. Hún rifjaði upp að þegar hún útskrifaðist úr Tjarnarskóla fékk hún verðlaunagrip, mús með spjót. Á gripnum stendur: ,,Rósa á rithöfundabrautinni".  Við vorum sannspá! Við óskum Rósu til hamingju með bókina og óskum henni alls hins besta á þessari skemmtilegu braut.

http://www.tjarnarskoli.is/









Saturday, December 17, 2011

Útgáfuteiti, upplestur í Tjarnarskóla, rafbók og annað sem gerðist í vikunni.

Þessa vikuna var nóg um að vera í sjálfsútgáfunni.  Byrjaði á því að vera með upplestur í Tjarnarskóla á þriðjudaginn og gekk hann bara nokkuð vel.   Þakka skemmtilegar fyrirspurnir og hlýlegar móttökur.  :)

Á miðvikudaginn var svo upplestur og útgáfuteiti í Eymundsson Austurstræti ásamt Huginn (Óðinsauga-Sígildu ævintýrin), Sif (Hvolpahandbókin) og Hildi (Þýðandi Eldingarþjófsins).  En öll höfum við það sameiginlegt að tengjast Óðinsauga útgáfunni á einhvern hátt.  Sif og ég fengu aðstoð við sjálfsútgáfuna frá Huginn og því var tilvalið að slá til sameiginlegrar veislu og upplesturs.

Fleiri myndir frá útgáfuteitinu.

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.200936103328120.49952.145621842192880&type=3

Þakka þeim sem mættu og þeim sem ekki gátu mætt en vildu það. :)

Á föstudaginn birtist auglýsing í Fréttatímanum og einnig var víst umfjöllun um bókina í Laugardalsblaðinu sem ég hef reyndar ekki enn séð en heyrt af.

Auglýsingin í Fréttatímanum.

http://issuu.com/frettatiminn/docs/16_desember_2011/15?zoomed=&zoomPercent=&zoomX=&zoomY=&noteText=&noteX=&noteY=&viewMode=magazine

Og síðast en ekki síst er bókin nú til sem rafbók á Emma.is.

http://www1.emma.is/collections/aevintyri/products/lina-descret  

Einnig er hún til á Panama.is og í vefverslun og verslun Nexus.

http://panama.is/Index.aspx?pageId=product&item=6849

http://nexus.is/vefverslun/baekur/8991-lina-descret-vol1.html




Sunday, December 4, 2011

Rafbókarvefurinn emma.is, upplestur í næstu viku og Nexus netverslun.

Fór á opnunarhátíð emmu.is á fimmtudaginn 1.des.  Bókin verður bráðlega að rafbók sem verður seld á vefnum hjá þeim.

Nánari upplýsingar um vefinn er að finna á www.emma.is.

Mæli eindregið með þessu flotta framtaki hjá emmu.is. :)  Fyrir alla skúffuhöfunda, sjálfstæða útgefendur og bara alla. :)

Verð með upplestur í Tjarnarskóla (gamla skólanum mínum :))  13.des.

Bókin er svo komin í netverslun Nexus!

http://nexus.is/vefverslun/baekur/8991-lina-descret-vol1.html

Alger snilld að þeir séu komnir með netverslun, mæli eindregið með henni hvort sem það er til að kaupa þaðan eða skoða vöruúrvalið og kaupa í búðinni sjálfri. :)

Grein eftir Hildi Enolu um tilurð bókaflokksins


Skrifaði heilan bókaflokk í atvinnuleysinu

Rósa Grímsdóttir rithöfundur og nú nemi á myndlista- og hönnunarsviði Myndlistarskólans í Reykjavík varð atvinnulaus í maí 2009. Hún ákvað strax að líta á atvinnleysið sem tækifæri til að vinna að því að gera ástríðu sína að atvinnu og nýtti sér tímann til að skrifa. Hún fór á námskeið á vegum Vinnumálastofnunar sem heitir BTM, Breytingar, tækifæri, markmið og segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið. Hún nýtti sér það sem hún lærði þar og setti upp markmið og hefur nú tveimur árum seinna náð öllum sínum markmiðum með ötulli vinnu og eljusemi í atvinnuleysinu.
Í þann tíma nýtti Rósa öll þau tækifæri sem henni gáfust til að aðstoða hana við að láta drauminn rætast. Eitt af því sem einkennir atvinnuleysi er að því fylgir yfirleitt frekar tregt fjárstreymi en Rósa hefur nýtt sér öll þau tækifæri sem henni gefast og er t.d. mjög virk á rithringnum sem er ókeypis vefmiðill þar sem rithöfundar vinna saman og aðstoða hvern annan við að móta og þróa skrif sín. Hún tók þátt í NaNoWriMo (National novel writing month) en það er líka netmiðill þar sem rithöfundar frá mörgum löndum ,,hittast" og hvetja hvern annan til dáða í einn mánuð. Markmiðið er að skrifa heila skáldsögu í nóvember mánuði með því að skrifa 1600 orð á dag í einn mánuð. Rósa vann einmitt uppkastið af tveimur af sínum bókum í þessu átaki.  Fór meira að segja fram úr áætlun og kláraði skammtinn fyrir miðjan mánuð.
Í gegnum fólk sem hún kynntist í ritsmiðjunni var henni bent á að sagan hennar væri betri ef hún væri myndskreytt. Rósa sem hefur alltaf teiknað en ekki litið á það sem sinn aðal hæfileika dreif sig m.a. á myndlýsinganámskeið á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf þar að myndskreyta bækur sínar.
Rósa er mikill aðdáandi japanskra teiknimyndabóka og bóka sem kallast á ensku light novel en þessi stíll hefur ekki enn fengið íslenskt nafn en stungið hefur verið upp á orðinu myndræn skáldsaga. Stíll Rósu er gjörólíkur því sem sést hefur á íslensku áður og myndi sjálfsagt flokkast undir fantasíu þar sem skortur er á fjölbreytileika í íslenskri bókaútgáfu og íslendingar einfaldlega ekki kunnugir öllum þeim aragrúa af efni sem gefið er út undir samheitinu vísindaskálskapur og fantaísur. Það er fyrst nú að við erum að fá bókaútgáfuna Rúnatý sem ætlar að sérhæfa sig í “öðruvísi efni” öllum íslenskum og svo eru einnig að koma út tvær hefðbundnar fantasíur eftir íslenska höfunda fyrir þessi jól.
Þar sem forlög hafa hingað til verið treg að taka við fantasíum, ákvað Rósa fljótlega að fara út í sjálfsútgáfu án þess að banka fyrst á dyr þeirra.  Það er einnig Lifandi vinnusmiðjunni, vinnuátaki á vegum vinnumálastofunnar, að þakka að hún ákvað að fara út í frumkvöðlastarfsemina og gefa bókina út sjálf.
Rósa fékk þó aðstoð frá útgáfufélaginu Óðinsauga við prentun og dreifinguna, hvernig best væri að snúa sér í þeim málum og það var einnig Rithringnum að þakka, að hún komst í kynni við forleggjarann Huginn Þór Grétarsson.

Sunday, November 27, 2011

Almennar upplýsingar um bókina og bókaflokkinn


Útgefandi: Rosa Novella

Kennitala útgefanda: 2403872479

Tengiliður hjá útgefanda: Rósa Grímsdóttir

Netfang: rosagrims@gmail.com

Vefsíða útgefanda: www.linadescret.blogspot.com


Twitterslóð útgefenda: https://twitter.com/#!/RosaGrimsdottir 


Nafn höfundar (og/eða skáldanöfn):  Rósa Grímsdóttir

Vefsíða höfundar: www.linadescret.blogspot.com

Facebook síða höfundar: http://www.facebook.com/rosa.grimsdottir

Twitterslóð höfundar: https://twitter.com/#!/RosaGrimsdottir



Titill: Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda

Útgáfuár: 2011

ISBN númer: 978-9979-7094-6-6

Ritröð: Lína Descret

Tungumál: Íslenska

Stutt lýsing: 

Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda, er fyrsta bókin í fimm binda fantasíuflokki.  Bókaflokkurinn fékk innblástur sinn frá japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum.  Bókin er myndskreytt af höfundinum.

Höfundurinn, Rósa Grímsdóttir, er 24 ára nemandi á myndlista- og hönnunarsviði (fornáminu) í Myndlistarskóla Reykjavíkur og hefur verið virkur meðlimur á Rithringnum í 7 ár.  


Lengri lýsing:

Um bókaflokkinn.

Skaparar skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessu heimi af þeim sem sköpuðu þá vegna óttans við mátt þeirra.  Þann ótta má rekja til stríðs sem varð á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna eftir að hafa gengist undir þjálfun í tortímendabúðunum. Ein af aðalpersónunum, Anna Fíl er þó undantekning, talin friðsamur tortímandi sem fær að ganga laus. Tortímendur mega ekki skapa og skaparar ekki tortíma. Þeir geta þó hvort tveggja en það hefur sínar afleiðingar.
Getur Lína Descret, eini skaparatortímandinn komið á friði á milli þessara tveggja tegunda?

Textinn aftan á bókinni.

,,Eins og lífið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Línu Descret, eina skaparatortímandann í gervöllum heiminum, þá fer lífið hennar skyndilega að líkjast söguþræði í vinsælustu myndasögu Createborgar. En hver er að herma eftir hverjum? Fyrr en varir standa hún og systir hennar frammi fyrir mikilli hættu sem virðist sprottin úr martröð frekar en raunveruleikanum. 
Hvernig tengist þetta annarri hæðinni á heimili þeirra og mun eitthvað af þessu hjálpa Línu í byltingu tortímendanna?"

Inniheldur efni sem er ekki við hæfi barna:

Flokkur: Ævintýri/fantasía

Efnisorð: fantasía, anime, manga, spenna, hryllingur, bylting, ást, táningar, unglingar

Verð: 1999 kr



Wednesday, November 23, 2011

Myndir frá Fjöruverðlaununum-Kellingabækur í Gerðubergi




Náðist á mynd ásamt Birgittu frá Bókabeitunni og upplesaranum frá Vestfirska forlaginu. :)

Það var sérstaklega gaman að hitta aðra útgefendur og skiptast á ráðum.  Fyrir utan þann heiður að fá að vera með. :)

Fleiri myndir er að finna á slóðinni:

http://www.facebook.com/photo.php?fbid=235998626467657&set=a.235929403141246.63624.232348753499311&type=1&theater

Saturday, November 19, 2011

Örlítil umfjöllun um bókina í vefmiðli :)


Lína Descret . Eftir Rósa Grímsdóttir
Saga af skapara og tortímanda
Eins og lífið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Línu Descret, eina skaparatortímandann í gervöllum heiminum, þá fer lífið hennar skyndilega að líkjast söguþræði í vinsælustu myndasögu Createborgar. En hver er að herma eftir hverjum? Fyrr en varir standa hún og systir hennar frammi fyrir mikilli hættu sem virðist sprottin úr martröð frekar en raunveruleikanum.
   Hvernig tengist þetta annarri hæðinni á heimili þeirra og mun eitthvað af þessu hjálpa Línu í byltingu tortímendanna?
   Bókin er myndskreytt af höfundi og er undir japönskum og vestrænum áhrifum. Þetta er fyrsta bókin af fimm í fantasíuflokknum um Línu Descret.


Útgefandi:Rosa Novella . 2011
546 bls.



http://www.landogsaga.is/section.php?id=7705&id_art=7706

Wednesday, November 16, 2011

Kellingarbækur í Gerðubergi

Verð þarna að kynna og selja bækur. :)

http://www.facebook.com/event.php?eid=256808654366155


Laugardaginn 19. nóvember kl 13 - 15 kynna kvenhöfundar verk sín í Gerðubergi undir yfirskriftinni Kellíngabækur. Kynnt verða ný verk af margvíslegum toga  – skáldsögur, fræðibækur, ljóðabækur, ævisögur og barnabækur. Þetta er fjórða árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við undirbúningshóp Fjöruverðlaunanna.
Kynnt verða um fjörtíu verk og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum. Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar. Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sérstök barnadagskrá þar sem lesið verður úr barnabókum, krakkar fá tækifæri til að æfa jóga og foreldrar og börn fá sýnikennslu í nuddi. Í bókasafninu verður einnig sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu ár.
Það er undirbúningshópur Fjöruverðlaunanna, grasrótarhópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, sem stendur að Kellíngabókum í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Sjá nánar um Fjöruverðlaunahópinn hér...
Ilmandi kaffi og girnilegar veitingar eru í boði hjá Gallerí fiski - veitingastofu Gerðubergs. Undanfarin ár hafa fjölmargir gestir sótt þessa líflegu bókakynningu, notið upplestra og spjallað við höfundana. Ekki missa af Kellíngabókum í ár!

http://www.gerduberg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3475/5844_read-29007/



Myndir frá bókamessunni 2011

Það var líf og fjör um helgina á bókamessunni sem var haldin í Tjarnarsal Ráðhússins og Iðnó síðastliðna helgi.  Ég og Sif fengu að fljóta með Óðinsauga sem hafði aðstoðað okkur við prentun og dreifingu og deildu saman bás.  Stórskemmtilegt og einstakt tækifæri að fá að sjá forleggjarana að störfum.  Spjallaði við örfáa þeirra.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu á bókamessuna til þess að styðja okkur og hafa gaman af.

Eftirfarandi styrktu básinn okkar.

Ég vil þakka:

 Merkt ehf fyrir frábæra þjónustu en þeir bjuggu til þessa fínu boli fyrir mig á engum tíma.

Prentun sem sá um að gera veggspjaldið og bæklingana.

Borgun í samstarfi við Point bjargaði okkur um posann en án hans hefðu við orðið af mörgum góðum viðskiptum.

Að ógleymdu Innes sem reddaði okkur namminu (Mikado) sem var það vinsælasta á básnum hjá okkur.  

Vonandi verður bókamessan að árlegri hefð hérna. :)


Fyrir áhugasama er hægt að sjá fleiri myndir hérna.




Thursday, November 10, 2011

Bókamessan í bókmenntaborg!


Verð þarna að kynna sjálfsútgáfu og selja bókina. :)

BÓKAMESSA Í BÓKMENNTABORG
Glóðheitar bækur og fjölbreytt dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó 12. og 13. nóvember
Helgina 12. – 13. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó. Í fyrsta sinn er haldin glæsileg bókamessa hérlendis þar sem íslenskir útgefendur kynna nýja titla sem koma út nú fyrir jólin. Um leið verður fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri í Iðnó báða dagana, bæði í stóra og litla sal. Einnig verður dagskrá í kaffihúsi Ráðhússins, Öndinni, og sögubíll Borgarbókasafnsins, Æringi, verður á svæðinu.
Meðal dagskráratriða í Iðnó má nefna „Græna sófann“, en þar fá ýmsir umsjónarmenn, svo sem Egill Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og Druslubókadömurnar Kristín Svava Tómasdóttir, Salka Guðmundsdóttir og Hildur Knútsdóttir, til sín góða gesti og spjalla um ólíkar bækur. Sigurlaug M. Jónasdóttir kynnir matgæðinga og matreiðslubækur, Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur ræðir við höfunda ævisagna sem byggja á rituðum heimildum og Jón Proppé listheimspekingur fer yfir íslenska listasögu á 50 mínútum. Leynifélagskonurnar Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir sjá síðan um metnaðarfulla dagskrá fyrir börn.
Að auki verður boðið upp á upplestur, jóga fyrir börn, barnanudd og föndursmiðju, að ógleymdri vísindastund með Ævari vísindamanni. Áhugafólki um stjörnuspeki gefst kostur á að hitta Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking, Kristín Tómasdóttir svarar spurningum stelpna frá A – Ö og svo mætti lengja telja. Kaffiveitingar verða á boðstólum í Iðnó og á Öndinni og gestir geta því átt notalega stund um leið og þeir kynna sér bókaútgáfu ársins í þessum tveimur byggingum við Tjörnina.
Nánari upplýsingar um messuna má sjá á vef Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO, www.bokmenntaborgin.is og þar er einnig hægt að nálgast ítarlega dagskrá.
Um leið vekur Félag íslenskra bókaútgefenda athygli á Bókatíðindum sem dreift verður inn á öll heimili landsins þessa dagana.
Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com - S. 8997839 Sigurður Svavarsson sigurdur@opna.is – S.
Auður Rán Þorgeirsdóttir audur.ran.thorgeirsdottir@reykjavík.is – S. 5901524 Kristín Viðarsdóttir kristin.vidarsdottir@reykjavik.is – S. 8634319


http://www.facebook.com/BokmenntaborginReykjavik


Saturday, October 29, 2011

Um bókaflokkinn






Bæklingur um bókaflokkinn gerður í tilefni af bókamessunni.
http://issuu.com/rosanovella/docs/b_kamessa?mode=window&backgroundColor=%23222222

Almennar upplýsingar um bókina og bókaflokkinn.  


Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda, er fyrsta bókin af fimm í fantasíubókaflokknum um Línu Descret en höfundurinn hefur skrifað hinar fjórar.  

Bækurnar eru myndskreyttar af höfundi og innblásturinn bæði að myndum og texta, er aðallega fengin frá anime og manga.

Í megindráttum fjallar bókaflokkurinn um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum.  Aðalpersónan er einstök að því leyti að hún er hálfur skapari og tortímandi, en það á ekki að vera hægt þar sem tortímendur eiga bara að geta eytt en ekki búið neitt til.
Getur Lína Descret, eini skaparatortímandi komið á friði á milli þessara tveggja tegunda?

Inn í þetta blandast svo stjórnmál, einelti, fordómar, forboðin ást, refsingar/pyntingar, heilaþvottur, að ógleymdu rugli til að brjóta upp alvarleikann sem hefði annars skapast.

Bækurnar hafa sumstaðar verið flokkaðar 12-16 ára, þó að fólk á öllum aldri lesi þetta (elsti lesandinn er 65 ára).  Sá yngsti sem ég veit um í augnablikinu er 14 ára.  

Athugið þó að seinni bækurnar verða stöðugt myrkari (persónur deyja í hrönnum, andlegt og líkamlegt ofbeldi, samsæri o.s.frv.) og einnig er mikið um kynferðislega spennu í þeim, sem á kannski ekki upp á pallborðið hjá yngri lesendum. 



Wednesday, October 26, 2011

EINSTAKT TILBOÐ!

Þau eintök sem eru seld í Eymundsson eru á einstöku tilboðsverði.  1699 kr!

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa 546 bls kilju undir 2000 kalli.

Uppfært:  Bókin kostar nú 1999 kr í öllum helstu verslunum.

www.eymundsson.is/nanar?productid=6599f570-1c86-48ad-9983-e0f7c6da5bd4

Saturday, October 22, 2011

Sýnishorn og fréttir

29.jan-Sýning opnar í Gerðubergi.


16.des Auglýsing í Fréttatímanumumfjöllun í Laugardalsblaðinu og rafbók á Emma.is
14.des Útgáfuteiti og upplestur í Eymundsson Austurstræti og vefverslunin panama.is 
13.des Upplestur í Tjarnarskóla.

7.des Bókin komin í netverslun Nexus.
1.des-Opnunarhátíð Emmu
23.nóv-Farið með bækurnar til Eskifjarðar í póst. (er komið þangað núna)
22.nóv-Pöntun frá bókabúðinni Eskju á Eskifirði. :)
19.nóv- Verð á Kellingarbókum í Gerðubergi frá 13-15, að selja og kynna bókina.  Kynningar á bókatitlum eftir kvenmenn og upplestur í þremur sölum.  Í tengslum við Fjöruverðlaunin.  Fullbókað fyrir upplestur, missti af því en verð þá að finna annað tækifæri seinna.

14.nóv-Bækurnar komnar á borgarbókasafnið og staðfesti þáttöku mína á Kellingarbókum í Gerðubergi.
12-13.nóv- Bókamessan í Reykjavíkurborg, haldin í Tjarnarsal Ráðhússins og Iðnó.  Seldi og áritaði 3 bækur.  Bókatíðindi komu út!  Bókin er á bls 64.
11.nóv- 10 stykki sérpöntun fyrir viðskiptavin í Eymundsson.
8. nóv-Bækurnar komar til Akureyrar. :)
1. nóv-  Bækurnar farnar í póst til Akureyrar.  Pöntun frá Kringlunni-5 stykki, plús komið á fleiri bókasöfn, í Ölfusi og Mosfellsbæ. :)
31.okt-Pöntun frá Akureyri-15 stykki.  Stærsta pöntunin til þessa á einn stað.
Bókin komin á þrjú bókasöfn-Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi.
Verðið loksins orðið réttara. 1999 kr í Pennanum og Nexus.

28.okt-Fékk pöntun, 18 stykki alls í Pennann.  Þetta er eitthvað að seljast! :D  Bóksali á Eiðistorgi vill að ég komi og áriti einhvern tímann.  Þarf að útbúa auglýsingaplakat.
29.okt- Fór með fleiri bækur í Pennann.

Eldri fréttir

18-19.október-Bækurnar komu til landsins og komu úr tollinum.
20. október- Fyrsta áritunin
21.október-Örútgáfuteiti og fjórar áritanir til viðbótar.  Fékk samning við Pennann og á eftir að ganga frá þeim. :)
22.október-Nexus ætlar að taka bókina í umboðsölu hjá sér!  Fer vonandi með eintök til þeirra á morgun (24.okt).

Uppfært, 24.okt  hef farið með eintökin í Nexus.  Fer með eintök í Eymundsson á morgun.  Á eftir að útbúa fréttatilkynningar sem verða samhliða dreifingunni.

25.okt Bækurnar eru komnar í Nexus og helstu búðir Eymundsson (austurstræti, skólavörðustíg, kringlunni, smáralind og hafnarfirði).

Loksins komið sýnishorn fyrir bókina! :)

http://issuu.com/rosanovella/docs/l_na_descret-s_nishorn?mode=window&backgroundColor=%23222222







Monday, October 10, 2011

Crea Afternoon Creator



Upprunalegt nafn: Lýra Aftermath

Tegund: Heill skapari
Máttur: Virðist geta brotið niður stein með augnaráðinu einu saman, einnig gler og þrjóska dóttur.
Mamma Línu, fósturmamma Önnu og eiginkona öflugasta tortímandans sem hvarf fyrir tíu árum.
Vinnur sem ritari í alheimshöfuðstöðvunum.
Foreldar: Cre-Atar, byggingarhönnuður og skaparasögukennari á eftirlaunum (afi Línu)
Cre-Atienne, dýralæknir á eftirlaunum, (amma Línu).  Þau búa heima hjá henni.
Systkini: Engin sem hún veit um.
Aldur: 34
Elskar/þolir: Fjölskylduna, besta vinkona hennar er Ríta Question, núverandi Críta Light.
Hatar/þolir ekki: að fjölskyldan hennar sé að stefna sér í hættu, Ó mama, tímarit sem hlutgerir kvenfólk, lygi.

Dreymir um að dætur sínar séu öruggar og eðlilegt líf.


Sunday, October 9, 2011

Samband mitt við listgyðjuna eða goðið



Fann hérna til gamans dagbókarfærslu á rithringnum, frá því ég kláraði fyrstu þrjár bækurnar. Um samband manns við listagyðjuna eða goðið.




Draumakona 10. Oct 2009 kl 23:43


Já, þau geta verið æði stormasöm samböndin við listagyðjuna. Ósjaldan hefur maður grátið í koddann og öskrað á hana, en alltaf nást að lokum sættir sem eru yndislegri en hvað annað... En mér þykir þó mun skemmtilegra sambandið við listagyðjuna (þarf það endilega að vera gyðja má það ekki vera kynþokkafullt goð í tilviki gagnkynhneigðra kvenna?) heldur en við fólk sem virðist ætíð tilbúið til þess að reka rýting í bakið á manni. Það hefur listagoðið aldrei gert, alveg sama hversu mikið maður finnst hann hafa yfirgefið sig. Reyndar hefur það samt frekar verið þannig að manni finnst hann hafa svikið sig heldur en yfirgefið. Látið mann skrifa eitthvað sem maður taldi verið algert listaverk og daginn eftir er það bara rusl, en svo kannski næsta dag aftur orðið að meistarstykki. Svo á endanum verður maður vitfirrtur og kann engin skil á raunveruleikanum né því hvort að draumurinn hafi einu sinni réttur. Það er frekar þannig eins og hann flissi að baki manns, þar sem maður streðar við að koma því á blað sem hann hefur lagt fyrir mann. Hvíslað því blíðlega að manni að þetta sé það rétta. Hann líkist því oft á tíðum mun meira púka heldur en goði, en það er líka það sem er svo heillandi við hann. Hversu duttlungafullur hann er. Síðastliðna viku hefur mér fundist ég vera svíkja hann, þar sem ég tók mér smá hlé frá skrifum til þess að fara í tölvuleik. En höfundur á aldrei frí. Hann er alltaf annað hvort að skrifa eða hugsa um að skrifa eins og einn höfundur orðaði það og þannig hefur það alltaf verið hjá mér. En tómleikinn við að skrifa ekki er að æra mig. Allt sumarið og nú fram í október hef ég stanslaust verið að skrifa. Í raun alveg frá september á síðasta ári. Rekið mig að tölvunni þrátt fyrir að höfuðið á mér væri að springa eða augun að lokast. Rekið mig á fætur fyrir dögun. En þessi harka skilaði sér í því, að ég náði að klára bókina og því var ekki öll þessi vinna til einskis. Eða hvað...?

Hugtakalisti


Hugtök Create í stafrófsröð


Cre-nöfn eru tákn um að viðkomandi hafi útskrifast frá skaparaskólanum og eru notuð til þess aðgreina þá frá þeim sem hafa ekki lokið námi.  Virðingar og stöðutákn.  Það allra formlegasta sem hægt er að kalla skapara fyrir utan nöfn æðstu skaparanna.  Forskeytið Cre er fyrir karlkyns en Crea fyrir kvenkyns skapara.  Sama er með tortímendanöfn, forskeytið Destroy eða Des fyrir karlkyns, Destroya eða Desa fyrir kvenkyns. Upprunalegu nöfnin, eru nöfnin sem skapararnir höfðu áður en þeir fengu cre-nöfn eða æðsta skapara titil/nafn.

Descret, afi Línu er talinn einn mesti svikari í sögu skaparanna fyrir að hafa skipulagt byltingu gegn æðstu sköpurunum.  Hún var bæld í fæðingu, hann handtekinn og tekinn af lífi.      

Gjaldmiðillinn:  Í Creation jafngildir einn gullpeningur 1000 silfur- og 10.000 bronspeningum.
Fyrir suma sköpun þarf að borga og sérstaklega ef það er eitthvað sem hefur að geyma sérstakar upplýsingar sem eru ekki opnar fyrir öllum eða hlutir sem eru undir höfundarrétti.   Þeir sem eru ríkir þurfa þó aldrei að borga og geta sjálfir skapað gull eftir hentugleika.

Hellamanía: Staðurinn þar sem allir fara til í eftirlífinu, heimkynni guðanna.  Eitt versta blótsyrðið.

Hinn mikli Síta, hetjan og fyrirmynd hans Sydney sem er eins og guð í hans augum.  Frægasti og besti vísindamaður sem upp hefur verið en enginn veit um uppruna hans né hvar hann er í dag.

Hreinsar Heimsins (H.H), trúarhópur sem beitir sig fyrir því að losna alfarið við tortímendur sem þeir telja óhreina.  Skapari verður að skapa tortímanda, til þess að losna við tortímandamáttinn sem annars hleðst upp í þeim og verður þeim hættulegur eða þeir neyðast til þess að fara nota.  Hreinsarar kalla tortímendur úrgang heimsins og þeirra helsta takmark er að finna lausn til þess að losna við tortímandamáttinn án þess að þurfa að skapa tortímanda.  Enn hefur það ekki tekist og í staðinn kúga þeir því tortímendur eins mikið og hægt er.

Kveðjusöngur: Nemendur kveðja veturinn

Leyfissköpun: er sköpun sem krefst þess að viðkomandi verði að fá leyfi frá kastaranum (sá sem framkvæmdi upphaflegu sköpunina) eða verða veitt umboð til þess að komast framhjá eða breyta sköpuninni.  Ef ekkert leyfi er fengið hljótast af því misalvarlegar afleiðingar.

Light ættin:  Tvær af þeim sjö sköpurum sem Horror Dawn lét taka af lífi voru makar hans, sem höfðu áður borðið ættarnöfnin Light og Rís Fíl.  Um leið og afkomendur hans komust að þvi að hann hefði átt þátt í dauða mæðra þeirra, köstuðu þeir heiðurstitlinum Dawn og tóku upp Rís Fíl og Light í staðinni.  Sóphía Light Dawn er hluti af síðarnefndu ættinni en hélt báðum ættarnöfnum í stað þess að kasta öðru frá sér eins og vaninn er, af virðingu við formóður sína.  Sydney og Nightmare eru af þeir sömu ætt.  Langamma þeira var Light og en langafi þeirra var Dawn.  Um tíma varð Dawn ættin því Light, þar til að Nightmare hlaut embætti æðsta skapara.

Mánuðurnir eru tólf, hver er með þrjátíu og einum degi: Evening ( eins og feb)- , Sífíría (mars)-, Night (apríl)-, Create (maí)-, Dawn (júní)-, Light (júlí)-, Sunrise (ágúst)-, Rís Fíl (sept)-, Afternoon (okt)-, Destroya-Níta (nóv)-, Morning (des)- og Creation (jan)-mánuður.
Sérstakur hátíðisdagur er fyrir æðstu skaparana, alltaf þann sjöunda í þeim mánuði sem ber þeirra heiti.

Myrkradýflissan: Einangrun; viðkomandi sér ekki til sólar og veit ekkert hvað tímanum líður, á meðan hann er lokaður inni í dýflissunni.  Það heyrist ekkert hljóð og virkar því sem eins konar tómarúm.

Skaparamerkið: Efsti broskallinn er tákn fyrir skapara, miðju broskallinn er tákn fyrir mennina en sá neðst er tákn fyrir tortímendur.

Skólakerfið:  Í sumum bekkjum eru tveir árgangar hafðir saman og er skipt í tvennt til aðgreiningar, dæmi D- 5-1 (13-14),  D-5-2 (14-15).
Ske: Skaparaeiðurinn.
Ask: Almenn sköpun.
Alm: Fr. Almenn fræði.
M.h: Meiri hluti

Steinhringurinn: viðkomandi breytist í myndastyttu.  Þar til að hringurinn er tekinn af er viðkomandi fastur í endalausu tómarúmi.


Veðrið:  Stöku vindhviður má rekja til eyðurmerkurinnar fyrir utan borgina en blásturinn þar, nær inn til borgarinnar í hvert sinn einhvert hliðanna er opnað.  Stundum koma inn leifar af eyðurmerkurstormi og þá heldur fólk sig að mestu innandyra.  
En það stranglega bannað að opna öll átta hliðin í einu.  Þá gæti alvöru eyðurmerkurstormur komist inn og verðir hverra hliða eiga sjá til þess að, einungis eitt hlið sé opnað í einu.  Það má þó opna tvö undir sérstökum kringumstæðum en það er algert hámark.  Rigning er sjaldséður hlutur í Create.  Þar er heitt allan ársins hring og íbúar glíma aldrei við þurrka, þar sem það er ekkert mál fyrir þau að skapa vatn.  Þrátt fyrir nafn Frumskógarnins, eru þar aðrar skógategundir en þar sem að frumskógurinn er hvað mest ríkjandi, hefur þetta nafn fest sig við hann.            

Nightmare Dawn





Upprunalegt nafn Sylvester Light.

Sjötti æðsti skapari og þar með sá lægsti í röðinni en lætur eins og hann ráði öllu.  Er undir gríðarlegri pressu að halda æðsta skapara sætinu í fjölskyldunni, þar sem það hafði í heilar tvær kynslóðir misst af því vegna glæpsins sem að langafi hans, Horror Dawn framdi.

Myndin sem hangir uppi af langafa Nightmare, Horror Dawn í hásætissal æðstu skaparanna.  Nightmare er sagður líkjast honum í útliti og hegðun.


Ásamt því að vera æðsti skapari, er Nightmare líka leyfissköpunarkennari og umsjónarkennari A-bekks,  þeirra sem skara fram úr námi. 


Tegund: Heill skapari
Aldur: 79
Máttur: Ekki vitað en líklegast vatn.
Foreldrar: Strangtrúaðir Hreinsarar, Sóphía Light eldri og Tómas Light eldri. Látin.
Maki: Crea-Ta (upprn. Tamíra Guilt Creator, kölluð Tammý). Tekin af lífi fyrir að vita hættulegan sannleik.
Systkini: Yngri bróðir og uppeldissonur Sydney Dawn, 35 ára.
Börn: Einn sonur, Tómas Light Dawn, 35 ára.
Barnabarn: Sóphía Light og þó hann segi það ekki upphátt, þá lítur hann líka á Phílí sem barnabarn sitt, þar sem afi hans var besti vinur hans.


Elskar/þolir: Hunda, skriffinnsku, að finna upp tæki, fjölskyldu sína þó hann sýni það ekki og þá sem hann telur sem fjölskylduna sína, sem hann sýnir reyndar ekki heldur, heldur mikið upp á afbragðs nemendur og var systir Phílís, Anna Rís Fíl uppáhalds nemandi hans.  Það var honum því mikið áfall þegar að hún fannst látin fyrir tveimur árum síðan.
Hatar/þolir ekki: guðinn Sunrise, tortímendur, Línu (það er þó ekkert persónulegt), reglubrjótara, mótmælendur, þá sem ógna friðinum, createísinn og alla tímaþjófa.  Fólk með engan metnað. Að vera æðsti skapari.  Að Tea skuli vera svona mikil raggeit og ekki passa betur upp á að fjölskyldan sé ekki að ógna friðinum.

Dreymir um eilífan frið.



Afternoon Tea

Upprunalegt nafn: Billý Desire Creator.


Þriðji æðsti af æðstu sköpurunum og langafi Línu.  Á sextán börn með mismunandi konum en veit bara um afkomu yngsta sonar síns, Descrets, þar sem móðir hans yfirgaf hann og Tea þurfti að ala hann upp.

Sonur hans, Descret, er talinn mesti svikari í sögu skaparanna, þar sem hann skapaði öflugasta tortímandann, pabba Línu, Destroy Destroyer (kallaður Des) og ætlaði að nota hann sem vopn til að steypa æðstu sköpurunum af stóli.

Hann var tekinn af lífi fyrir 25 árum síðan og tortímandinn tekinn frá honum.

Ásamt því að vera æðsti skapari er hann líka skaparasögukennari.


Tegund: Heill skapari
Aldur: 501
Máttur: Jörð, getur m.a annars látið trjárætur spretta upp úr jörðinni og vefjast utan um andstæðinga sína, látið jörðina hristast en einnig bara skapað falleg blóm.  Eins og allir skaparar getur hann líka læknað.
Foreldrar: Ósköp venjulegir teræktendur og enginn skilur hvernig Tea gat orðið æðsti skapari án þess að vera af æðsta skaparaætt.
Maki:  Crea-Níta S. Creator (upprunalegt nafn Aníta), móðir Descrets.  Var tekin af lífi fyrir að mótmæla og berjast fyrir réttindum tortímenda.
Börn: Á sextán börn en þekkir bara eitt þeirra, Descret sem var tekinn af lífi fyrir 25 árum síðan, sextugur að aldri. 
Systkini:  Enginn sem vitað er um.
Elskar/þolir: Te, fjölskylduna sína, að kenna, drekka te, tala um te, hugsa um te.
Hatar/þolir ekki: Kaffi, hvað hann er vanmáttugur og að Nightmare þurfi að vera svona vondur við alla.

Vildi óska þess að hann gæti verið sterkari og lifað í friði.





Cre-Tes Títós Rís Fíl Creator

Illmenni bókaflokksins en Lína heldur að hann sé að vernda hana sem að hann er vissulega líka að í vissum skilningi.

Móðurbróðir Phílíusar og Önnu  Rís Fíl, höfuð Rís Fíl ættarinnar og ríkasti maðurinn í Create.
Stjórnandi tortímandabúðanna Credes og fangelsins Dauðans.  Foringi Hreinsara Heimsins sem vill láta gereyða öllum tortímendum.

Tegund: Heill skapari (fullorðin skapari með fulla krafta) 

Máttur: Getur læknað, stjórnað (en ekki vitað hvernig), annar máttur er óþekktur.  Notar mikið svifdiska.  
Aldur: 60
Maki:  Crea-Tína Rís Fíl (upprunalegt nafn Tína Tyranny)
Börn:  Crea-Sta (upprunalegt nafn Síesta-29 ára) og Cre-Títós (upprunalegt nafn Títós-39 ára).  Bæði fullorðin en búa enn hjá foreldrunum í Rís Fíl setrinu. 
Foreldrar:  Cre-Tes (uppr.nafn Tetes eldri) og Crea-Títa (uppr. nafn Evíta eldri.)  Látin.
Systkini: Catharíanna og Evíta.  Báðar látnar.

Elskar/ þolir: Línu virðist vera og dóttur sína Síestu, kunni vel við systurdóttur sína, Önnu Rís Fíl og var sleginn þegar hún var myrt.  Erfitt að segja til um hvað hann vill.
Hatar/þolir ekki: Son sinn, Títós, systurson sinn, Phílíus, eiginkonu sína Tínu, tortímendur, allt tengt tortímendum, Nightmare, Tea, alla hina æðstu skaparana, Sydney Dawn, Phílípus Concequences og virðist vera upp á kant við flesta.

Hann er að fela eitthvað.