Sunday, November 27, 2011

Almennar upplýsingar um bókina og bókaflokkinn


Útgefandi: Rosa Novella

Kennitala útgefanda: 2403872479

Tengiliður hjá útgefanda: Rósa Grímsdóttir

Netfang: rosagrims@gmail.com

Vefsíða útgefanda: www.linadescret.blogspot.com


Twitterslóð útgefenda: https://twitter.com/#!/RosaGrimsdottir 


Nafn höfundar (og/eða skáldanöfn):  Rósa Grímsdóttir

Vefsíða höfundar: www.linadescret.blogspot.com

Facebook síða höfundar: http://www.facebook.com/rosa.grimsdottir

Twitterslóð höfundar: https://twitter.com/#!/RosaGrimsdottir



Titill: Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda

Útgáfuár: 2011

ISBN númer: 978-9979-7094-6-6

Ritröð: Lína Descret

Tungumál: Íslenska

Stutt lýsing: 

Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda, er fyrsta bókin í fimm binda fantasíuflokki.  Bókaflokkurinn fékk innblástur sinn frá japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum.  Bókin er myndskreytt af höfundinum.

Höfundurinn, Rósa Grímsdóttir, er 24 ára nemandi á myndlista- og hönnunarsviði (fornáminu) í Myndlistarskóla Reykjavíkur og hefur verið virkur meðlimur á Rithringnum í 7 ár.  


Lengri lýsing:

Um bókaflokkinn.

Skaparar skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessu heimi af þeim sem sköpuðu þá vegna óttans við mátt þeirra.  Þann ótta má rekja til stríðs sem varð á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna eftir að hafa gengist undir þjálfun í tortímendabúðunum. Ein af aðalpersónunum, Anna Fíl er þó undantekning, talin friðsamur tortímandi sem fær að ganga laus. Tortímendur mega ekki skapa og skaparar ekki tortíma. Þeir geta þó hvort tveggja en það hefur sínar afleiðingar.
Getur Lína Descret, eini skaparatortímandinn komið á friði á milli þessara tveggja tegunda?

Textinn aftan á bókinni.

,,Eins og lífið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Línu Descret, eina skaparatortímandann í gervöllum heiminum, þá fer lífið hennar skyndilega að líkjast söguþræði í vinsælustu myndasögu Createborgar. En hver er að herma eftir hverjum? Fyrr en varir standa hún og systir hennar frammi fyrir mikilli hættu sem virðist sprottin úr martröð frekar en raunveruleikanum. 
Hvernig tengist þetta annarri hæðinni á heimili þeirra og mun eitthvað af þessu hjálpa Línu í byltingu tortímendanna?"

Inniheldur efni sem er ekki við hæfi barna:

Flokkur: Ævintýri/fantasía

Efnisorð: fantasía, anime, manga, spenna, hryllingur, bylting, ást, táningar, unglingar

Verð: 1999 kr



Wednesday, November 23, 2011

Myndir frá Fjöruverðlaununum-Kellingabækur í Gerðubergi




Náðist á mynd ásamt Birgittu frá Bókabeitunni og upplesaranum frá Vestfirska forlaginu. :)

Það var sérstaklega gaman að hitta aðra útgefendur og skiptast á ráðum.  Fyrir utan þann heiður að fá að vera með. :)

Fleiri myndir er að finna á slóðinni:

http://www.facebook.com/photo.php?fbid=235998626467657&set=a.235929403141246.63624.232348753499311&type=1&theater

Saturday, November 19, 2011

Örlítil umfjöllun um bókina í vefmiðli :)


Lína Descret . Eftir Rósa Grímsdóttir
Saga af skapara og tortímanda
Eins og lífið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Línu Descret, eina skaparatortímandann í gervöllum heiminum, þá fer lífið hennar skyndilega að líkjast söguþræði í vinsælustu myndasögu Createborgar. En hver er að herma eftir hverjum? Fyrr en varir standa hún og systir hennar frammi fyrir mikilli hættu sem virðist sprottin úr martröð frekar en raunveruleikanum.
   Hvernig tengist þetta annarri hæðinni á heimili þeirra og mun eitthvað af þessu hjálpa Línu í byltingu tortímendanna?
   Bókin er myndskreytt af höfundi og er undir japönskum og vestrænum áhrifum. Þetta er fyrsta bókin af fimm í fantasíuflokknum um Línu Descret.


Útgefandi:Rosa Novella . 2011
546 bls.



http://www.landogsaga.is/section.php?id=7705&id_art=7706

Wednesday, November 16, 2011

Kellingarbækur í Gerðubergi

Verð þarna að kynna og selja bækur. :)

http://www.facebook.com/event.php?eid=256808654366155


Laugardaginn 19. nóvember kl 13 - 15 kynna kvenhöfundar verk sín í Gerðubergi undir yfirskriftinni Kellíngabækur. Kynnt verða ný verk af margvíslegum toga  – skáldsögur, fræðibækur, ljóðabækur, ævisögur og barnabækur. Þetta er fjórða árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við undirbúningshóp Fjöruverðlaunanna.
Kynnt verða um fjörtíu verk og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum. Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar. Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sérstök barnadagskrá þar sem lesið verður úr barnabókum, krakkar fá tækifæri til að æfa jóga og foreldrar og börn fá sýnikennslu í nuddi. Í bókasafninu verður einnig sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu ár.
Það er undirbúningshópur Fjöruverðlaunanna, grasrótarhópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, sem stendur að Kellíngabókum í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Sjá nánar um Fjöruverðlaunahópinn hér...
Ilmandi kaffi og girnilegar veitingar eru í boði hjá Gallerí fiski - veitingastofu Gerðubergs. Undanfarin ár hafa fjölmargir gestir sótt þessa líflegu bókakynningu, notið upplestra og spjallað við höfundana. Ekki missa af Kellíngabókum í ár!

http://www.gerduberg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3475/5844_read-29007/



Myndir frá bókamessunni 2011

Það var líf og fjör um helgina á bókamessunni sem var haldin í Tjarnarsal Ráðhússins og Iðnó síðastliðna helgi.  Ég og Sif fengu að fljóta með Óðinsauga sem hafði aðstoðað okkur við prentun og dreifingu og deildu saman bás.  Stórskemmtilegt og einstakt tækifæri að fá að sjá forleggjarana að störfum.  Spjallaði við örfáa þeirra.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu á bókamessuna til þess að styðja okkur og hafa gaman af.

Eftirfarandi styrktu básinn okkar.

Ég vil þakka:

 Merkt ehf fyrir frábæra þjónustu en þeir bjuggu til þessa fínu boli fyrir mig á engum tíma.

Prentun sem sá um að gera veggspjaldið og bæklingana.

Borgun í samstarfi við Point bjargaði okkur um posann en án hans hefðu við orðið af mörgum góðum viðskiptum.

Að ógleymdu Innes sem reddaði okkur namminu (Mikado) sem var það vinsælasta á básnum hjá okkur.  

Vonandi verður bókamessan að árlegri hefð hérna. :)


Fyrir áhugasama er hægt að sjá fleiri myndir hérna.




Thursday, November 10, 2011

Bókamessan í bókmenntaborg!


Verð þarna að kynna sjálfsútgáfu og selja bókina. :)

BÓKAMESSA Í BÓKMENNTABORG
Glóðheitar bækur og fjölbreytt dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó 12. og 13. nóvember
Helgina 12. – 13. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó. Í fyrsta sinn er haldin glæsileg bókamessa hérlendis þar sem íslenskir útgefendur kynna nýja titla sem koma út nú fyrir jólin. Um leið verður fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri í Iðnó báða dagana, bæði í stóra og litla sal. Einnig verður dagskrá í kaffihúsi Ráðhússins, Öndinni, og sögubíll Borgarbókasafnsins, Æringi, verður á svæðinu.
Meðal dagskráratriða í Iðnó má nefna „Græna sófann“, en þar fá ýmsir umsjónarmenn, svo sem Egill Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og Druslubókadömurnar Kristín Svava Tómasdóttir, Salka Guðmundsdóttir og Hildur Knútsdóttir, til sín góða gesti og spjalla um ólíkar bækur. Sigurlaug M. Jónasdóttir kynnir matgæðinga og matreiðslubækur, Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur ræðir við höfunda ævisagna sem byggja á rituðum heimildum og Jón Proppé listheimspekingur fer yfir íslenska listasögu á 50 mínútum. Leynifélagskonurnar Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir sjá síðan um metnaðarfulla dagskrá fyrir börn.
Að auki verður boðið upp á upplestur, jóga fyrir börn, barnanudd og föndursmiðju, að ógleymdri vísindastund með Ævari vísindamanni. Áhugafólki um stjörnuspeki gefst kostur á að hitta Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking, Kristín Tómasdóttir svarar spurningum stelpna frá A – Ö og svo mætti lengja telja. Kaffiveitingar verða á boðstólum í Iðnó og á Öndinni og gestir geta því átt notalega stund um leið og þeir kynna sér bókaútgáfu ársins í þessum tveimur byggingum við Tjörnina.
Nánari upplýsingar um messuna má sjá á vef Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO, www.bokmenntaborgin.is og þar er einnig hægt að nálgast ítarlega dagskrá.
Um leið vekur Félag íslenskra bókaútgefenda athygli á Bókatíðindum sem dreift verður inn á öll heimili landsins þessa dagana.
Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com - S. 8997839 Sigurður Svavarsson sigurdur@opna.is – S.
Auður Rán Þorgeirsdóttir audur.ran.thorgeirsdottir@reykjavík.is – S. 5901524 Kristín Viðarsdóttir kristin.vidarsdottir@reykjavik.is – S. 8634319


http://www.facebook.com/BokmenntaborginReykjavik