Thursday, April 1, 2010

Hvað ef saga- Ferðamannaþáttur Tea, Annar hluti.


Æfing sem ég gerði fyrir margt löngu í ritsmiðju Kópavogs.  Hvað ef saga fyrir Línu Descret.  Kynning á heiminum í bókaflokknum.  Með myndum af persónunum úr fyrstu bókinni ásamt skissum.

Hefði getað gerst á milli þriðju og fjórðu bókar.


Þetta er ekki ferðamannaþáttur! Seinni hluti.


Um leið og gullhurðin hefur skellt að baki þeirra, dettur myndavélin á hliðina.
,,Úps, fyrirgefðu Bobbý.“ Tea smellir fingrum þannig að máttur æðstu skaparanna hverfur og myndavélin réttist af.
,,Tea, hvað ertu að vilja hérna?“ Perluhvít augu stara heiftursfullt á hann yfir langborðið og ljósblá horfa forvitin á hann.


,,Nightmare, ég er með ferðamannaþátt...“
,,Ferðamannaþátt?“ Snjóhvíti Nightmare verður eldrauður frá toppi til táar:,,Hvernig datt þér sú vitleysa í hug? Hefurðu ekkert betra við tímann að gera!?“
Tea hörfar frá honum með hendurnar fyrir sig:,,En...en...“
,,Hásætissalurinn er engin ferðamannastaður. Hypjaðu þig héðan út!“ Nightmare bendir á gullhurðina og snýr sér að táning við hlið hans, með derhúfu og hvíta skikkju:,, Öryggisverndari, henti honum út!“
,,Gerðu það sjálfur.“ Öryggisverndarinn snýr sér frá honum með hönd undir kinn. Það glampar á silfurlituð armbönd um úlnliði hans. Stjórnunarhandjárnin.
,,Phílíus!" Nightmare notar vatnshendur til að toga derhúfuna fyrir augun á honum og halda henni niðri. Phílí sótbölvar og berst um til að losa hana.
,,Bíddu, bíddu, mig langar fyrst að sýna fólkinu æðstu tortímendurna," segir Tea og bítur á vör þegar hann sér hversu mikið Nightmare verður skemmt yfir ósk hans.
,,Æðstu tortímendurna? Heldurðu að fólk hafi eitthvað gaman að því að sjá þá? Þeir eru bara notaðir við aftökur og pyntingar.“ Hann telur á fingrum sér:,,Yrza lætur manni líða eins og þúsund nálar séu að stingast hægt inn í eyrun manns og höfuð, rafstraumur að fara um mann alla og það sé verið að kreista lungu manns afar hægt. Xefa aftur á móti, eins og verið sé að slíta neglurnar af manni í heilu lagi, rífa húðina af og að tennurnar séu allar að hrynja úr manni, líkt og verið sé að rífa þær úr með töng. Allt voða huggulegt.“
Nightmare brosir lævísislega:,, Wara, já ef þú hefur séð Wara þá er ekki bókað að þú sérð ekki dagsljósið. Þú varst undantekning.“ Hann rífur derhúfuna af Phílíusi, þannig að ljóst hrokkið hárið kemur í ljós. Phílí gnístir tönnum og rauður í framan nær hann að kreista fram lítinn loga svipaðann þeim á eldspýtu, þrátt fyrir ærandi verkina í handleggjunum. En þegar hann ætlar að kveikja í húfunni slær vatnhendi á eldinn og slekkur hann. Nightmare þurfti ekki að snúa sér við til að sjá hvað hann væri að bralla.
Tea er ekki að hlusta heldur slær í borðið, þannig að rauður hnappur birtist á því.
Nightmare og Phílí dauðbregður við þá sjón og Nightmare hrópar upp fyrir sig:,,Hvað ertu að gera! Ekki snerta takkann!“
Myndavélin sýnir skyndilega Tea langt í burtu.
Tea brosir sposkur á svip:,,Haldið þig að ég sé hálfviti. Bobbbý, ég er bara að benda fyrir mynda...úps!“ Í sama bili styður Tea á rauða hnappinn, svört hurð birtist við hlið þeirra og lyftist hægt upp.
,,TEA! Hvað hefurðu gert! Nú verðum við að gefa þeim eitthvað verkefni annars eyðist heimurinn. Og það er ekki hægt að láta það hella upp á te eða eitthvað slíkt. Grr...eins gott að við höfum öryggisverndara fyrir svona rugl.“ Með einni fingrahreyfingu hrindir hann Phílí úr stólnum og með annarri hendir hann honum í armstól fyrir framan langborðið.
,,Heyrðu, ekki aftur! Þú vilt semsagt að kraftar mínir fari í rugl!?“ Stólfæturnir læsast um fæturna á Phílí og armarnir leggjast þvert yfir hann eins og spennitreyja.
,,Nei, ég vil það ekki neitt..." tuldrar Nightmare lágum rómi eins og hann skammist sín fyrir að viðurkenna það.
Phílí lyftir brúnum yfir svari hans og Nightmare bætir við til útskýringar:,,En þetta er eina leiðin.  Vertu kyrr. Þú mátt hafa svarta hárið.“ Nightmare smellir fingrum þannig að ljóst hárið verður svart og úfið.
,,En fallegt af þér....,“ segir Phílíus ísköldum rómi.

,,Nightmare, ég skal taka þetta á mig...ég meina þetta er nú mér að kenna,“ segir Tea biðjandi rómi og togar í ermina hans en Nightmare slær honum frá sér:,,Vitleysingur, þeir geta ekki gert æðstu sköpurum mein. Þeir lifa fyrir okkur. Við getum bara gefið þeim verkefni. Slökktu á myndavélinni!
Tea er gráti nær og snýr fingrum um hvorn annan:,,En..en, ég ætlaði ekki að gera þetta...ég var bara með ferðamannaþátt...ferðamannaþátt...“

Hvað ef saga- Ferðamannaþáttur Tea. Fyrsti hluti.

Æfing sem ég gerði fyrir margt löngu í ritsmiðju Kópavogs.  Hvað ef saga fyrir Línu Descret.  Kynning á heimi bókaflokksins.  Með myndum af persónunum úr fyrstu bókinni.

Hefði gæti hafa gerst á milli þriðju og fjórðu bókar.


Þetta er ekki ferðamannastaður!  Fyrsti hluti.

„Heil og sæl og velkomin til Creation! Við erum hér stödd fyrir framan heimili hæstvirtasta embættismanns Create, Cre-Tesar Títósar Rís Fíl Creator.“ Lágvaxinn maður með mosagrænt hár stendur með hljóðnema fyrir framan sjö hæða háan herragarð og talar fyrir framan myndavél. Fyrir aftan herragarðinn sést sjávarblár múr sem umkringir alla borgina.


„Venjulega hefði maður þurft að tilkynna komu sína í þennan hátalara hér.“ Tea ýtir við hvítum stólpa sem liggur á jörðinni, þannig að í ljós koma brot úr tæki og við hliðina á því, snarkar og gneistar af föllnu stálgirðingunni:„Það var ekki leikið að því að fá leyfi til þess að koma hingað inn en..."
Það kemur prakkaralegur svipur á Tea, þegar hann snýr sér að myndavélinni:„ En sem betur fer er girðingin i molum, þannig að hver sem er getur bara labbað inn! Humm, nú þarf ég bara að fá einhvern til að opna hliðið fyrir okkur.“ Þar sem hann stendur fyrir framan sólargult hliðið, koma blaðgrænu augu hans auga á mann í kaffibrúnu vesti:„ Aha, herra Cre-Tes en sú heppni!“
Tea veifar glaðlega en herra Cre-Tes fölnar upp eins og hann hafi séð draug:„Pab..Tea! Hvað ert þú að gera hér!?“ Cre-Tes bakkar hratt frá honum, hrasar á vínrauðu skikkjunni sinni og fellur aftur fyrir sig.
„Gætirðu vinsamlegast...?“ Spyr Tea blíðlegum rómi og tekur ekkert eftir óðagotinu hjá Cre-Tesi. Þó hann skilji lítið í því af hverju hann sjálfur er skyndilega reikull á fótum og allt umhverfið snúist fyrir augum hans, eins og hann væri staddur í þvottavél.
Cre-Tes stöðvar hann með hönd á lofti:„Já, já, bíddu augnablik!“ Hann skimar um allt og andar ekki léttar fyrr en hempuklæddur tortímandi birtist við hlið hans. Tea blikkar augunum ótt og títt, þegar allt hættir að hringsnúast.

„Já, hvað viltu?“ Herra Cre-Tes stendur á fætur, dustar rykið af súkkulaðibrúnum buxum sínum og snýr upp á nefháraskeggið sitt.
„Gætirðu opnað hliðið fyrir okkur?“ Tea bendir á sig og myndatökumanninn.
„Opnað hliðið? Er það allt og sumt! Er það eina ástæðan fyrir því þú kallaðir á mig!? Þú veist að sem æðsti skapari geturðu bara flogið beint yfir múrinn. Hvaða óþarfa vesen er þetta!?“ Cre-Tes kreppir hnefann og það sama gerir tortímandi hans:„Grr.....fað..skapari...leyfðu mér að eyða honum....“
„Ekki núna Destroy-Ta.“
„En ég var að lesa Óvini Decre! Tea truflaði mig á spennandi stað...“ Hempuklæddi tortímandinn veifar myndasögublaði framan í skapara sinn.
„Þegiðu Destroy-Ta.“

Tea tekur ekki eftir hvað þeir stara hatursfullt á hann og hann segir barnalegum rómi:„Já en það er ekki sama dramatíkin. Ég ætla að búa til þátt fyrir sjónskjáinn. Ferðamannaþátt.“ Hann sveiflar höndunum upp í loft.
Destroy-ta og Cre-Tes stara á hann. „Ferðamanna...?“ Cre-Tes andvarpar, gefur vörðunum í varðturninum bendingu og segir:„Gjörðu svo vel.“
Sólargult hliðið opnast með miklum látum fyrir aftan þá og inn kemur gríðarmikill vindugustur sem feykir hettunni af tortímandanum, þannig að náhvítu augu hans sjást ásamt svörtu hárbroddunum. Axlarsítt hár Cre-Tesar flaskar að baki hans .
Tea nuddar sandinn burt úr augunum, veifar til þeirra og brosir á leið sinni út um hliðið:„Takk, telaufin mín!“
„Og komdu aldrei aftur...“
„Ha?“ Tea snýr sér hratt við en í sömu mund skellist hliðið að baki hans og myndatökumannsins.
Tea nuddar saman lófunum:„ Jæja, þá leggjum við í hann.“ Hann brosir við spurningu myndatökumannsins:„Ha, nei, nei. Ég ætla ekki að ganga í gegnum alla eyðumörkina, Bobbý. Heldur fara bara rétt út fyrir hliðið og svo nota beina staðsetningu til að komast til þjálfunarbúðanna.“

Eftir að hafa verið hraktir burt frá þjálfunarbúðunum og fangelsinu, með þeim orðum að þetta væru engir ferðamannastaðir og þurft að forða lífi sínu undan hárbeittum pinnum, snýr Tea ásamt Bobbý til baka með sárt ennið.
„Ojæja, það mátti svo sem reyna. En við gátum allavega farið í gegnum þorp heimskulegra drauma, dal heimskulegs ótta og yfir hengibrú heimsku ungdómsins. Náðirðu ekki mynda allt, Bobbý?“
Tea brosir dauflega:„Mjög gott. Synd að Sunrise hafi ekki viljað sýna okkur neitt af húsi sínu. Allt vegna þess að eplaísinn bráðnaði fyrir framan nefið á honum! Hvernig átti ég að vita að Descre bölvunin væri líka á ís? Notaðir þú ekki örugglega A.T á myndefnið úr göngunum? Gott, ég vil ekki að einhver finni bækistöðvar andspyrnuhreyfingarinnar. Lína var alveg nógu reið að sjá mig.“
„Hvað eigum við eftir?“ Tea skapar kort og skoðar það vandlega:„ Ah, svæði 40, sundlaugina, kvikmyndahúsið, verslanirnar, frumskóginn,...humm, þetta höfðar örugglega ekki til ferðamanna. Huh?“ Tea horfir á Bobbý og kortið til skiptis:„Ó, höfðar þetta til þeirra? Ég hélt að þeir vildu frekar prófa eitthvað nýtt.“ Hann rúllar upp kortinu og stingur því inn á sig:„Ég ætla allavega að sýna þeim sköpunarsvæðið og höfuðstöðvarnar.“