Sunday, October 9, 2011

Hugtakalisti


Hugtök Create í stafrófsröð


Cre-nöfn eru tákn um að viðkomandi hafi útskrifast frá skaparaskólanum og eru notuð til þess aðgreina þá frá þeim sem hafa ekki lokið námi.  Virðingar og stöðutákn.  Það allra formlegasta sem hægt er að kalla skapara fyrir utan nöfn æðstu skaparanna.  Forskeytið Cre er fyrir karlkyns en Crea fyrir kvenkyns skapara.  Sama er með tortímendanöfn, forskeytið Destroy eða Des fyrir karlkyns, Destroya eða Desa fyrir kvenkyns. Upprunalegu nöfnin, eru nöfnin sem skapararnir höfðu áður en þeir fengu cre-nöfn eða æðsta skapara titil/nafn.

Descret, afi Línu er talinn einn mesti svikari í sögu skaparanna fyrir að hafa skipulagt byltingu gegn æðstu sköpurunum.  Hún var bæld í fæðingu, hann handtekinn og tekinn af lífi.      

Gjaldmiðillinn:  Í Creation jafngildir einn gullpeningur 1000 silfur- og 10.000 bronspeningum.
Fyrir suma sköpun þarf að borga og sérstaklega ef það er eitthvað sem hefur að geyma sérstakar upplýsingar sem eru ekki opnar fyrir öllum eða hlutir sem eru undir höfundarrétti.   Þeir sem eru ríkir þurfa þó aldrei að borga og geta sjálfir skapað gull eftir hentugleika.

Hellamanía: Staðurinn þar sem allir fara til í eftirlífinu, heimkynni guðanna.  Eitt versta blótsyrðið.

Hinn mikli Síta, hetjan og fyrirmynd hans Sydney sem er eins og guð í hans augum.  Frægasti og besti vísindamaður sem upp hefur verið en enginn veit um uppruna hans né hvar hann er í dag.

Hreinsar Heimsins (H.H), trúarhópur sem beitir sig fyrir því að losna alfarið við tortímendur sem þeir telja óhreina.  Skapari verður að skapa tortímanda, til þess að losna við tortímandamáttinn sem annars hleðst upp í þeim og verður þeim hættulegur eða þeir neyðast til þess að fara nota.  Hreinsarar kalla tortímendur úrgang heimsins og þeirra helsta takmark er að finna lausn til þess að losna við tortímandamáttinn án þess að þurfa að skapa tortímanda.  Enn hefur það ekki tekist og í staðinn kúga þeir því tortímendur eins mikið og hægt er.

Kveðjusöngur: Nemendur kveðja veturinn

Leyfissköpun: er sköpun sem krefst þess að viðkomandi verði að fá leyfi frá kastaranum (sá sem framkvæmdi upphaflegu sköpunina) eða verða veitt umboð til þess að komast framhjá eða breyta sköpuninni.  Ef ekkert leyfi er fengið hljótast af því misalvarlegar afleiðingar.

Light ættin:  Tvær af þeim sjö sköpurum sem Horror Dawn lét taka af lífi voru makar hans, sem höfðu áður borðið ættarnöfnin Light og Rís Fíl.  Um leið og afkomendur hans komust að þvi að hann hefði átt þátt í dauða mæðra þeirra, köstuðu þeir heiðurstitlinum Dawn og tóku upp Rís Fíl og Light í staðinni.  Sóphía Light Dawn er hluti af síðarnefndu ættinni en hélt báðum ættarnöfnum í stað þess að kasta öðru frá sér eins og vaninn er, af virðingu við formóður sína.  Sydney og Nightmare eru af þeir sömu ætt.  Langamma þeira var Light og en langafi þeirra var Dawn.  Um tíma varð Dawn ættin því Light, þar til að Nightmare hlaut embætti æðsta skapara.

Mánuðurnir eru tólf, hver er með þrjátíu og einum degi: Evening ( eins og feb)- , Sífíría (mars)-, Night (apríl)-, Create (maí)-, Dawn (júní)-, Light (júlí)-, Sunrise (ágúst)-, Rís Fíl (sept)-, Afternoon (okt)-, Destroya-Níta (nóv)-, Morning (des)- og Creation (jan)-mánuður.
Sérstakur hátíðisdagur er fyrir æðstu skaparana, alltaf þann sjöunda í þeim mánuði sem ber þeirra heiti.

Myrkradýflissan: Einangrun; viðkomandi sér ekki til sólar og veit ekkert hvað tímanum líður, á meðan hann er lokaður inni í dýflissunni.  Það heyrist ekkert hljóð og virkar því sem eins konar tómarúm.

Skaparamerkið: Efsti broskallinn er tákn fyrir skapara, miðju broskallinn er tákn fyrir mennina en sá neðst er tákn fyrir tortímendur.

Skólakerfið:  Í sumum bekkjum eru tveir árgangar hafðir saman og er skipt í tvennt til aðgreiningar, dæmi D- 5-1 (13-14),  D-5-2 (14-15).
Ske: Skaparaeiðurinn.
Ask: Almenn sköpun.
Alm: Fr. Almenn fræði.
M.h: Meiri hluti

Steinhringurinn: viðkomandi breytist í myndastyttu.  Þar til að hringurinn er tekinn af er viðkomandi fastur í endalausu tómarúmi.


Veðrið:  Stöku vindhviður má rekja til eyðurmerkurinnar fyrir utan borgina en blásturinn þar, nær inn til borgarinnar í hvert sinn einhvert hliðanna er opnað.  Stundum koma inn leifar af eyðurmerkurstormi og þá heldur fólk sig að mestu innandyra.  
En það stranglega bannað að opna öll átta hliðin í einu.  Þá gæti alvöru eyðurmerkurstormur komist inn og verðir hverra hliða eiga sjá til þess að, einungis eitt hlið sé opnað í einu.  Það má þó opna tvö undir sérstökum kringumstæðum en það er algert hámark.  Rigning er sjaldséður hlutur í Create.  Þar er heitt allan ársins hring og íbúar glíma aldrei við þurrka, þar sem það er ekkert mál fyrir þau að skapa vatn.  Þrátt fyrir nafn Frumskógarnins, eru þar aðrar skógategundir en þar sem að frumskógurinn er hvað mest ríkjandi, hefur þetta nafn fest sig við hann.            

No comments:

Post a Comment