Thursday, April 1, 2010

Hvað ef saga- Ferðamannaþáttur Tea, Annar hluti.


Æfing sem ég gerði fyrir margt löngu í ritsmiðju Kópavogs.  Hvað ef saga fyrir Línu Descret.  Kynning á heiminum í bókaflokknum.  Með myndum af persónunum úr fyrstu bókinni ásamt skissum.

Hefði getað gerst á milli þriðju og fjórðu bókar.


Þetta er ekki ferðamannaþáttur! Seinni hluti.


Um leið og gullhurðin hefur skellt að baki þeirra, dettur myndavélin á hliðina.
,,Úps, fyrirgefðu Bobbý.“ Tea smellir fingrum þannig að máttur æðstu skaparanna hverfur og myndavélin réttist af.
,,Tea, hvað ertu að vilja hérna?“ Perluhvít augu stara heiftursfullt á hann yfir langborðið og ljósblá horfa forvitin á hann.


,,Nightmare, ég er með ferðamannaþátt...“
,,Ferðamannaþátt?“ Snjóhvíti Nightmare verður eldrauður frá toppi til táar:,,Hvernig datt þér sú vitleysa í hug? Hefurðu ekkert betra við tímann að gera!?“
Tea hörfar frá honum með hendurnar fyrir sig:,,En...en...“
,,Hásætissalurinn er engin ferðamannastaður. Hypjaðu þig héðan út!“ Nightmare bendir á gullhurðina og snýr sér að táning við hlið hans, með derhúfu og hvíta skikkju:,, Öryggisverndari, henti honum út!“
,,Gerðu það sjálfur.“ Öryggisverndarinn snýr sér frá honum með hönd undir kinn. Það glampar á silfurlituð armbönd um úlnliði hans. Stjórnunarhandjárnin.
,,Phílíus!" Nightmare notar vatnshendur til að toga derhúfuna fyrir augun á honum og halda henni niðri. Phílí sótbölvar og berst um til að losa hana.
,,Bíddu, bíddu, mig langar fyrst að sýna fólkinu æðstu tortímendurna," segir Tea og bítur á vör þegar hann sér hversu mikið Nightmare verður skemmt yfir ósk hans.
,,Æðstu tortímendurna? Heldurðu að fólk hafi eitthvað gaman að því að sjá þá? Þeir eru bara notaðir við aftökur og pyntingar.“ Hann telur á fingrum sér:,,Yrza lætur manni líða eins og þúsund nálar séu að stingast hægt inn í eyrun manns og höfuð, rafstraumur að fara um mann alla og það sé verið að kreista lungu manns afar hægt. Xefa aftur á móti, eins og verið sé að slíta neglurnar af manni í heilu lagi, rífa húðina af og að tennurnar séu allar að hrynja úr manni, líkt og verið sé að rífa þær úr með töng. Allt voða huggulegt.“
Nightmare brosir lævísislega:,, Wara, já ef þú hefur séð Wara þá er ekki bókað að þú sérð ekki dagsljósið. Þú varst undantekning.“ Hann rífur derhúfuna af Phílíusi, þannig að ljóst hrokkið hárið kemur í ljós. Phílí gnístir tönnum og rauður í framan nær hann að kreista fram lítinn loga svipaðann þeim á eldspýtu, þrátt fyrir ærandi verkina í handleggjunum. En þegar hann ætlar að kveikja í húfunni slær vatnhendi á eldinn og slekkur hann. Nightmare þurfti ekki að snúa sér við til að sjá hvað hann væri að bralla.
Tea er ekki að hlusta heldur slær í borðið, þannig að rauður hnappur birtist á því.
Nightmare og Phílí dauðbregður við þá sjón og Nightmare hrópar upp fyrir sig:,,Hvað ertu að gera! Ekki snerta takkann!“
Myndavélin sýnir skyndilega Tea langt í burtu.
Tea brosir sposkur á svip:,,Haldið þig að ég sé hálfviti. Bobbbý, ég er bara að benda fyrir mynda...úps!“ Í sama bili styður Tea á rauða hnappinn, svört hurð birtist við hlið þeirra og lyftist hægt upp.
,,TEA! Hvað hefurðu gert! Nú verðum við að gefa þeim eitthvað verkefni annars eyðist heimurinn. Og það er ekki hægt að láta það hella upp á te eða eitthvað slíkt. Grr...eins gott að við höfum öryggisverndara fyrir svona rugl.“ Með einni fingrahreyfingu hrindir hann Phílí úr stólnum og með annarri hendir hann honum í armstól fyrir framan langborðið.
,,Heyrðu, ekki aftur! Þú vilt semsagt að kraftar mínir fari í rugl!?“ Stólfæturnir læsast um fæturna á Phílí og armarnir leggjast þvert yfir hann eins og spennitreyja.
,,Nei, ég vil það ekki neitt..." tuldrar Nightmare lágum rómi eins og hann skammist sín fyrir að viðurkenna það.
Phílí lyftir brúnum yfir svari hans og Nightmare bætir við til útskýringar:,,En þetta er eina leiðin.  Vertu kyrr. Þú mátt hafa svarta hárið.“ Nightmare smellir fingrum þannig að ljóst hárið verður svart og úfið.
,,En fallegt af þér....,“ segir Phílíus ísköldum rómi.

,,Nightmare, ég skal taka þetta á mig...ég meina þetta er nú mér að kenna,“ segir Tea biðjandi rómi og togar í ermina hans en Nightmare slær honum frá sér:,,Vitleysingur, þeir geta ekki gert æðstu sköpurum mein. Þeir lifa fyrir okkur. Við getum bara gefið þeim verkefni. Slökktu á myndavélinni!
Tea er gráti nær og snýr fingrum um hvorn annan:,,En..en, ég ætlaði ekki að gera þetta...ég var bara með ferðamannaþátt...ferðamannaþátt...“

No comments:

Post a Comment