http://www.facebook.com/event.php?eid=256808654366155
Laugardaginn 19. nóvember kl 13 - 15 kynna kvenhöfundar verk sín í Gerðubergi undir yfirskriftinni Kellíngabækur. Kynnt verða ný verk af margvíslegum toga – skáldsögur, fræðibækur, ljóðabækur, ævisögur og barnabækur. Þetta er fjórða árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við undirbúningshóp Fjöruverðlaunanna.
Kynnt verða um fjörtíu verk og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum. Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar. Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sérstök barnadagskrá þar sem lesið verður úr barnabókum, krakkar fá tækifæri til að æfa jóga og foreldrar og börn fá sýnikennslu í nuddi. Í bókasafninu verður einnig sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu ár.
Það er undirbúningshópur Fjöruverðlaunanna, grasrótarhópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, sem stendur að Kellíngabókum í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Sjá nánar um Fjöruverðlaunahópinn hér...
Ilmandi kaffi og girnilegar veitingar eru í boði hjá Gallerí fiski - veitingastofu Gerðubergs. Undanfarin ár hafa fjölmargir gestir sótt þessa líflegu bókakynningu, notið upplestra og spjallað við höfundana. Ekki missa af Kellíngabókum í ár!
http://www.gerduberg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3475/5844_read-29007/
No comments:
Post a Comment