Það var líf og fjör um helgina á bókamessunni sem var haldin í Tjarnarsal Ráðhússins og Iðnó síðastliðna helgi. Ég og Sif fengu að fljóta með Óðinsauga sem hafði aðstoðað okkur við prentun og dreifingu og deildu saman bás. Stórskemmtilegt og einstakt tækifæri að fá að sjá forleggjarana að störfum. Spjallaði við örfáa þeirra.
Ég vil þakka öllum þeim sem komu á bókamessuna til þess að styðja okkur og hafa gaman af.
Eftirfarandi styrktu básinn okkar.
Ég vil þakka:
Merkt ehf fyrir frábæra þjónustu en þeir bjuggu til þessa fínu boli fyrir mig á engum tíma.
Prentun sem sá um að gera veggspjaldið og bæklingana.
Borgun í samstarfi við Point bjargaði okkur um posann en án hans hefðu við orðið af mörgum góðum viðskiptum.
Að ógleymdu Innes sem reddaði okkur namminu (Mikado) sem var það vinsælasta á básnum hjá okkur.
Vonandi verður bókamessan að árlegri hefð hérna. :)
Fyrir áhugasama er hægt að sjá fleiri myndir hérna.
No comments:
Post a Comment