Tuesday, April 9, 2013

Ástæðan fyrir seinkun á Línu 2

Það er orðið rosalega langt síðan sem ég vann að einhverri sköpun í kringum Línu. Í dag fékk loksins tækifæri til þess, þar sem ég með besta kennara í heimi  í Málun 1 sem stakk upp á ég myndi vinna að einhverju fyrir bókaflokkinn.


Ég var búin að gleyma því hvað það er gaman að teikna og mála. 

Ástæðan fyrir því að ég hef unnið lítið að Línu nema þá helst reynt að sinna markaðsetningu og dreifingu, er að allt óvænta en skemmtilega annríkið.

Fyrir jól vann ég ásamt 12 öðrum að fyrsta smásagnasafni hringsins og kom það út 12.12.12. sem rafbók. 


Um þessar mundir er verið að vinna að næsta smásagnasafni og gengur sú vinna eins og í sögu. Stefnt er að því að koma henni út 15.maí.

Í ágúst er hugmyndin að byrja að safna fyrir jólasmásagnasafn sem verður gefið út í október.

Það er því nóg um að vera á 10 ára afmælisári hringsa. 

Ásamt því að vera að vinna að Smásögur 2012, tók ég þátt í nanowrimo í þriðja sinn ásamt bróður mínum en þetta var hans fyrsta skipti. Erum við því komin með í hendur nánast fullkárað uppkast að handritinu að myndbandaskáldsögu okkar. Stefnt er að því að frumsýna fyrsta hlutann á hrekkjavökunni.

Hugmyndin er að vinna að því í sumar og endurskrifum á Línu 2. Vonandi get ég komið Línu 2 út í september í síðasta lagi. 

Í maí verður mesta annríkið í kringum Smásögur 2013 lokið og þá get ég einbeitt mér meira verkefnunum sem hafa orðið útundan.

Í sumar ætla ég ásamt Tron á hringnum að endurlífga Stars vefinn með mörgum skemmtilegum uppákomum. 

No comments:

Post a Comment