Tuesday, April 9, 2013

Partýár?


Maður tengir ekki rithöfund og partý saman en kannski hefur það eitthvað með 10 ára afmæli hringsa að gera að það hafa verið óvenju mörg partý, þó að svona lítið sé liðið af árinu.

http://www.everpix.com/public.html?id=459a3b10acd4c8742afdb76f93fa2af6

Við í Rafbókarbóknum (Smásögur 2012) héldum lítið teiti 1.feb á afmælisdegi rithringsins.  Þarf að setja inn myndir frá teitinu, hef ekki enn gert það. :$

Í janúar hafði mér áskotnast boð í teiti hjá Rithöfundasambandinu og í lok mánaðarins var afmælisveisla hringsins.  Nú á fimmtudaginn er mér svo boðið í útgáfuteiti hjá nostripublication, þeim Sirrý og Hveiti hér á hringnum.

Kannski hafa alltaf verið svona mörg teiti en ég bara verið óvenju dugleg að sækja þau heim?  Ég hef nefnilega ekki bara verið í rithöfundateitinum.  Ég tók eftir einu mjög áhugaverðu orsakasamhengi, því meira sem maður er úti á lífinu, því minna skrifar maður.  Humm...

Auk þess að vera alltaf í teitinu eða fá heimsóknir (mér skilst að mitt hús sé eina húsið í Reykjavík þar sem fólk kemur óvænt í heimsókn) þá hef ég líka sótt tvö námskeið.

Málun 1 hefur staðið frá því fyrir jól og klárast núna í apríl.

Kvikmyndahandritanámskeiðið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands stóð í fimm vikur og var tvisvar í viku.  Það kláraðist 21.mars.

http://linadescret.blogspot.com/2013/04/endurmenntun-hi-kvikmyndahandrit.html

Og þann 20.mars skellti ég mér á markaðskæruliðanámskeið í bókasafni Kópavogs.  Það var rosalega gott að fá svona markaðstæknina beint í æð, sérstaklega þar sem fyrirlesarinn var svo flippuð og einlæg.

Ég sótti um í LHÍ og í Kvikmyndaskóla Íslands.  Ég á að mæta í viðtal í Kvikmyndaskólanum 23.apríl.  Ég veit enn ekkert um LHÍ.  Þetta verður eitthvað spennandi.

Þannig að maður er alltaf að viða að sér upplýsingum og úti á lífinu en er maður aldrei að skrifa?

Ég hef meira verið að lesa yfir en að skrifa.  En það breytist í maí.  Yfirlesturinn er þó aldrei langt undan. ;)



No comments:

Post a Comment