Wednesday, December 21, 2011

Frá upplestrinum í Tjarnarskóla

       Rósa, fyrrverandi Tjarnskælingur, á rithöfundabrautinni

Rósa Grímsdóttir, fyrrverandi Tjarnarskælingur, kom og las upp úr nýrri bók sinni; Línu Descret, fyrir skömmu. Rósa sækir innblástur sinn frá japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum og myndskreytti sjálf bókina. Hún rifjaði upp að þegar hún útskrifaðist úr Tjarnarskóla fékk hún verðlaunagrip, mús með spjót. Á gripnum stendur: ,,Rósa á rithöfundabrautinni".  Við vorum sannspá! Við óskum Rósu til hamingju með bókina og óskum henni alls hins besta á þessari skemmtilegu braut.

http://www.tjarnarskoli.is/









No comments:

Post a Comment