Skrifaði heilan bókaflokk í atvinnuleysinu
Rósa Grímsdóttir rithöfundur og nú nemi á myndlista-
og hönnunarsviði Myndlistarskólans í Reykjavík varð atvinnulaus í maí 2009. Hún
ákvað strax að líta á atvinnleysið sem tækifæri til að vinna að því að gera
ástríðu sína að atvinnu og nýtti sér tímann til að skrifa. Hún fór á námskeið á
vegum Vinnumálastofnunar sem heitir BTM, Breytingar, tækifæri, markmið og segir
að það hafi hjálpað sér mjög mikið. Hún nýtti sér það sem hún lærði þar og
setti upp markmið og hefur nú tveimur árum seinna náð öllum sínum markmiðum með ötulli
vinnu og eljusemi í atvinnuleysinu.
Í þann tíma nýtti Rósa öll þau tækifæri
sem henni gáfust til að aðstoða hana við að láta drauminn rætast. Eitt af því
sem einkennir atvinnuleysi er að því fylgir yfirleitt frekar tregt fjárstreymi
en Rósa hefur nýtt sér öll þau tækifæri sem henni gefast og er t.d. mjög virk á
rithringnum sem er ókeypis vefmiðill þar sem rithöfundar vinna saman og aðstoða
hvern annan við að móta og þróa skrif sín. Hún tók þátt í NaNoWriMo (National
novel writing month) en það er líka netmiðill þar sem rithöfundar frá mörgum
löndum ,,hittast" og hvetja hvern annan til dáða í einn mánuð. Markmiðið er að
skrifa heila skáldsögu í nóvember mánuði með því að skrifa 1600 orð á dag í
einn mánuð. Rósa vann einmitt uppkastið af tveimur af sínum bókum í þessu
átaki. Fór meira að segja fram úr áætlun
og kláraði skammtinn fyrir miðjan mánuð.
Í gegnum fólk sem hún kynntist í ritsmiðjunni
var henni bent á að sagan hennar væri betri ef hún væri myndskreytt. Rósa sem
hefur alltaf teiknað en ekki litið á það sem sinn aðal hæfileika dreif sig m.a. á
myndlýsinganámskeið á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf þar að
myndskreyta bækur sínar.
Rósa er mikill aðdáandi japanskra teiknimyndabóka
og bóka sem kallast á ensku light novel en þessi stíll hefur ekki enn fengið
íslenskt nafn en stungið hefur verið upp á orðinu myndræn skáldsaga. Stíll Rósu er
gjörólíkur því sem sést hefur á íslensku áður og myndi sjálfsagt flokkast undir
fantasíu þar sem skortur er á fjölbreytileika í íslenskri bókaútgáfu og
íslendingar einfaldlega ekki kunnugir öllum þeim aragrúa af efni sem gefið er
út undir samheitinu vísindaskálskapur og fantaísur. Það er fyrst nú að við erum
að fá bókaútgáfuna Rúnatý sem ætlar að sérhæfa sig í “öðruvísi efni” öllum
íslenskum og svo eru einnig að koma út tvær hefðbundnar fantasíur eftir
íslenska höfunda fyrir þessi jól.
Þar sem forlög hafa hingað til verið treg að taka við fantasíum, ákvað Rósa fljótlega að fara út í sjálfsútgáfu án þess að banka fyrst á dyr þeirra. Það er einnig Lifandi vinnusmiðjunni, vinnuátaki á vegum vinnumálastofunnar, að þakka að hún ákvað að fara út í frumkvöðlastarfsemina og gefa bókina út sjálf.
Rósa fékk þó aðstoð frá útgáfufélaginu Óðinsauga við prentun og dreifinguna, hvernig best væri að snúa sér í þeim málum og það var einnig Rithringnum að þakka, að hún komst í kynni við forleggjarann Huginn Þór Grétarsson.
No comments:
Post a Comment