Friday, December 30, 2011

Opið bréf til fjölmiðla um fantasíubyltinguna

 Góðan dag og gleðilega hátíð!

Það gladdi mig að sjá umfjöllun um íslenskar ævintýrabækur þar sem ég hafði óttast að þær yrðu útundan í jólabókaflóðsumræðunni.
 
Mig langar til þess að bæta við fleiri upplýsingum í þá umræðu.  Í raun er meiri gróska í íslenskum ævintýrabókum heldur en haldið er.  Í raun eru komnar út þrjár íslenskar ævintýrabækur og einnig er mikil gróska í þýðingum á ævintýrabókum.  Eldingarþjófurinn og Tortryggni töframaðurinn sem var ein af opnunarbókum rafbókarvefjarins emma.is eru dæmi um slíkar þýðingar.  Þriðja íslenska ævintýrabókin er líka myndskreytt sem er ákveðin nýjung innan ævintýrabóka en bókin sjálf er innblásin af japönskum teiknimyndasögum og teiknimyndum.


Á bókamessunni spjallaði ég einmitt við útgáfufélagið Tind um þá miklu sprengju sem væri að eiga sér stað í íslenskum ævintýrabókum sem hingað til höfðu verið fjarverandi í bókmenntaumræðu og voru þeir sammála mér um að þetta væri næsta æðið á eftir sakmálasögum.  Eins og greinarhöfundur menningarpressunnar benti á áttu líka sakamálasögur hvergi höfði að halla fyrir varla en áratug síðan, þegar að Arnaldur Indriðason reið á vaðið með sína fyrstu sakamálasögu, Synir duftsins.  Spurning hvenær ævintýrabækur fá sömu athygli og sakamálasögurnar.  

Einnig má nefna Rúnatýr sem var stofnað fyrir einu ári síðan og leggur áherslu á jaðarbókmenntirnar þar á meðal fantasíu og hyggjast gefa út ævintýrabækur með vorinu.

 
(Fimm þjófar er ekki með í upptalningunni i grein Rúnatýrs, þar sem það var ekki vitað um útgáfu þeirra bókar á þeim tíma.)
 

Margir meðlimir Rithringsins eru með ævintýrabækur í smíðum en þar sem álitið á ævintýrabókum hefur ekki verið sérlega hátt, hafa margir hverjir verið tregir til að leita til útgefenda með efni sitt en þeir sem gerðu það, fengu flestir neitun.  Einn af stofnefndum Rúnatýrs er meðlimur á Rithringnum.

Ég ákvað því að stíga skrefið fyrir hönd hinna og sýna þeim í verki að það væri alveg hægt að koma með ævintýrabók á íslenskan markað.  En ég ákvað að fara sjálfsútgáfuleiðina þar sem það hafði varla þekkst áður að forlög tæku við ævintýrabókum.  Því kom það hressilega á óvart að sjá tvo forlög, Tind og Sögur, vera að gefa út ævintýrabækur í sama mánuðinum og mín kom út.

Því er spurning mín sú hvort að möguleiki sé á því að bæta þessum upplýsingum í umræðuna um íslenskar ævintýrabókmenntir, í ljósi þess að byltingin er raun stærri en margir gera sér grein fyrir.

Fleiri upplýsingar veittar fúslega ef óskað er.

Með von um jákvæðar viðtökur

Rósa Grímsdóttir
gsm 6950460
sími 5621460
Miðtún 80
105 Reykjavík.

No comments:

Post a Comment